Velkomin

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri

Fréttir og greinar


Eftir Stefán Friðrik Stefánsson 30. ágúst 2025
Ólafur Adolfsson tók í dag við formennsku í þingflokki Sjálfstæðisflokksins á þingflokksfundi sem haldinn var í höfuðstöðvum flokksins í Valhöll. Tekur hann við af Hildi Sverrisdóttur sem verið hefur þingflokksformaður síðan 2023 og sagði af sér formennsku í gær. „Ég þakka fyrir traustið og Hildi fyrir öflug störf. Nú leggjum við af stað sem samheldið lið með skýra sýn: að standa vörð um stefnu Sjálfstæðisflokksins og vinna að hagsmunum þjóðarinnar. Ég tek við verkefninu af auðmýkt og horfi bjartsýnn til framtíðar,“ segir Ólafur Adolfsson nýkjörinn þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Ég óska Ólafi velfarnaðar í nýju hlutverki. Hann hefur víðtæka reynslu og sterka leiðtogahæfni sem mun styrkja þingflokkinn. Um leið þakka ég Hildi fyrir vandaða og trausta forystu, en hún heldur áfram mikilvægum störfum fyrir flokkinn á þingi. Framundan eru bjartir tímar fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins Ólafur er fæddur 18. október 1967. Hann er 1. þingmaður Norðvesturkjördæmis og hefur setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðan 2024. Hann er lyfjafræðingur að mennt og hefur rekið eigin lyfsölu síðan 2006. Ólafur var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akranesi á árunum 2014-2022 og hefur gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, sat m.a. í miðstjórn um árabil.
Eftir Stefán Friðrik Stefánsson 29. ágúst 2025
Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í Geislagötu 5 mánudaginn 1. september kl. 17:30. Bæjarfulltrúar fara yfir helstu mál sem verða á dagskrá bæjarstjórnar og taka yfirferð á þeim málum sem hæst standa að loknu sumarleyfi bæjarstjórnar og hafa verið í gangi frá síðasta bæjarmálafundi í júní. Fundarstjóri: Lára Halldóra Eiríksdóttir, bæjarfulltrúi Allir velkomnir - heitt á könnunni.
20. ágúst 2025
Seðlabankinn stöðvaði í dag vaxtalækkunarferlið sem hófst í október 2024. Í aðdraganda kosninga hét forsætisráðherra því að hún myndi negla vextina niður með sleggju. Nú er staðan sú að sleggjunni hefur ekki verið lyft og slagkraftur hennar er enginn. Verðbólga er enn mikil, húsnæði dýrt og vextir háir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð talað fyrir festu í ríkisfjármálum, aðhaldi í opinberum rekstri og minni álögum á heimili og fyrirtæki. Það er leiðin að lægri vöxtum. En ríkisstjórnin hefur farið þveröfuga leið; aukið útgjöld, hækkað skatta og aukið óvissu. Á sama tíma og Seðlabankinn sendir skýr skilaboð um að vextir haldist háir á meðan verðbólgan þokast ekki frekar í átt að markmiði boðar ríkisstjórnin hverja útgjaldaaukninguna á fætur annarri. Í ofanálag benda vísbendingar til þess að nú hægi á húsnæðisuppbyggingu. Verktakar haldi að sér höndum, fjárfestar hiki og framtíðaráformum slegið á frest. Helsta ástæðan er hár fjármagnskostnaður. Stjórnvöld bregðast við með því að þrengja enn frekar að einkaframtakinu með auknum álögum og þyngra regluverki, sérstaklega í Reykjavík. Það er engin sleggja. Ekkert plan. Sjálfstæðisflokkurinn vill frjálst atvinnulíf, lægri álögur og raunverulegar lausnir. Við viljum samfélag þar sem fólk getur keypt sér eigið húsnæði. Ekki samfélag sem treystir á niðurgreiðslur og hvers kyns ríkisafskipti út í hið óendanlega. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins
Eftir Stefán Friðrik Stefánsson 15. ágúst 2025
Nú sveiflum við til golfveislu! Golfmót Sjálfstæðisflokksins á Akureyri Golfmótið fer fram fimmtudaginn 18. september á Jaðarsvelli . Leikur hefst samtímis á öllum 9 teigum kl. 17:30 . Það er því um að gera að ryðja af sér rykið og æfa golfsveifluna! Athugið: Takmarkaður fjöldi þátttakenda - fyrstir koma, fyrstir fá. Skráning er hafin í GolfBox Golfarar með aðgang að Golfbox skrá sig þar Þeir sem ekki eru með Golfbox geta haft samband við skrifstofu Golfklúbbs Akureyrar á gagolf@gagolf.is Leikfyrirkomulag Leikið verður samkvæmt Texas Scramble , þar sem tveir leikmenn mynda lið: Báðir slá af teig Valinn er betri bolti, og báðir slá þaðan, sá sem á boltann slær fyrst Þannig heldur leikurinn áfram þar til bolti er í holu Texas Scramble er oft spilað með forgjöf og hefur fyrirkomulagið notið mikilla vinsælda á undanförnum árum, enda eru mörg af fjölmennustu mótum golfklúbba einmitt Texas Scramble mót. Lokahóf - Líka fyrir þá sem ekki keppa í mótinu! Að loknu móti verður haldið lokahóf á Jaðar Bistro, þar sem verðlaunaafhending og önnur dagskrá fer fram. Einnig verður boðið uppá veglega hamborgaraveislu á 3.500kr. Lokahófið er opið öllum. Skráning í hamborgaraveisluna fer fram hér á íslendingur.is. Barinn opinn. Verðlaun Veitt verða vegleg verðlaun á mótinu, þar á meðal fyrir: 🏌️‍♂️ Nándarverðlaun 🏌️‍♀️ Lengsta teighögg 🎁 Fleiri skemmtileg verðlaun í boði, og eflaust einhverjar óvæntar uppákomur Reglur og skilyrði Karlar spila af gulum teig, konur af rauðum Sá sem á boltann sem er valinn slær á undan Þegar komið er á flötina má liðið ákveða hvor leikmaður púttar fyrst Lið hafa sirka 1-15 cm (pútter haus) frá holu til að stilla og slá seinni boltann Sameiginleg vallarforgjöf kylfinganna er tekin saman og deilt í hana með tölunni 4 og má forgjöf liðs ekki vera hærri en leikforgjöf kylfings með lægri forgjöf Hámarks forgjöf einstaklings sem reiknuð er í vallarforgjöf er 30 Skráning í hamborgaraveisluna
Sýna meira
Fleiri fréttir

Golfmót

Golfmót Sjálfstæðisflokksins á Akureyri
Sjá alla viðburði