Flýtilyklar
-
Fjölmenni á afmælisfundi Málfundafélagsins Sleipnis með forystu Sjálfstæðisflokksins
Nýkjörin forysta Sjálfstæðisflokksins; Guðrún Hafsteinsdóttir, Jens Garðar Helgason og Vilhjálmur Árnason voru gestir á fjölmennum afmælisfundi Málfundafélagsins Sleipnis í sjálfstæðissalnum í Geislagötu 5 í gærkvöldi. Sleipnir fagnaði þar 85 ára afmæli félagsins. Boðið var upp á afmælistertu með kaffinu og hressandi pólitíska umræðu. -
Afmælisfundur Sleipnis með forystu Sjálfstæðisflokksins 26. mars
17.03.2025 | FréttirMálfundafélagið Sleipnir verður 85 ára þann 26. mars nk. Af því tilefni verða Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins, gestir á fundi Sleipnis miðvikudaginn 26. mars nk. kl. 19:30. Allir velkomnir - boðið upp á léttar veitingar -
Bæjarmálafundur 17. mars
14.03.2025 | FréttirBæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 mánudaginn 17. mars kl. 17:30 í Geislagötu 5, 2. hæð. Rætt um stöðuna í bæjarmálunum; helstu mál á dagskrá bæjarstjórnarfundar og helstu verkefnin í umhverfis- og mannvirkjaráði. Allir velkomnir - heitt á könnunni. -
Umræðufundur með Njáli Trausta 8. mars
05.03.2025 | FréttirMálfundafélagið Sleipnir boðar til umræðufundar í Geislagötu 5, 2. hæð, laugardaginn 8. mars kl. 10:30. Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, flytur framsögu og svarar fyrirspurnum. Rætt um stöðuna í pólitíkinni að loknum landsfundi Sjálfstæðisflokksins og helstu málin í þinginu. Allir velkomnir - heitt á könnunni. -
Úrslit kosninga í miðstjórn og stjórnir málefnanefnda á landsfundi
02.03.2025 |Kosið var í miðstjórn og stjórnir málefnanefnda flokksins á landsfundi. Tveir Akureyringar náðu kjöri í nefndir - Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson í umhverfis- og samgöngunefnd og Þórhallur Harðarson í fjárlaganefnd. -
Vilhjálmur Árnason endurkjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins
02.03.2025 | FréttirVilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var endurkjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins á 45. landsfundi flokksins í Laugardalshöll í dag. -
Jens Garðar Helgason kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins
02.03.2025 |Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur verið kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hafði betur í varaformannsbaráttu við Diljá Mist Einarsdóttur.
Nýjar greinar
-
Við viljum jafnan rétt foreldra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir skrifa um mikilvægi á jöfnum rétti til fæðingarorlofs. "Jafnrétti er einn af hornsteinum stefnum Sjálfstæðisflokksins, enda byggir það á frelsi einstaklingsins. Með því telja sjálfstæðismenn að grunnur sé lagður að góðum lífskjörum og velferð samfélagsins alls. Sjálfstæðismenn skilja að sterkt fæðingarorlofskerfi er mikið jafnréttismál." -
Til fundar við fólkið
24.03.2025 | GreinarNý forysta Sjálfstæðisflokksins heldur nú í fundaferð um allt land til að ræða um stöðuna í stjórnmálunum. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar um fundaferðina og verkefnið framundan í grein í Morgunblaðinu um helgina. "Markmiðið er skýrt: Við ætlum að efla og stækka flokkinn á landsvísu, tryggja trausta stjórnun í sveitarfélögum um allt land og sýna að sjálfstæðisstefnan skilar árangri." -
Vannýttur vegkafli í G-dúr
22.03.2025 | GreinarJens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fjallar í grein um Dettifossveg. Þrátt fyrir mikla fjárfestingu hafi Vegagerðin ákveðið að beita svokallaðri G-reglu við vetrarþjónustu á veginum sem þýði að hann sé aðeins mokaður í viku. Það sé með öllu óásættanlegt. -
Kveðjuræða Bjarna Benediktssonar á formannsstóli
28.02.2025 | GreinarBjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti kveðjuræðu sína á formannsstóli í dag þegar hann setti landsfund Sjálfstæðisflokksins. Hér má lesa ræðuna í heild sinni. Bjarni lætur af formennsku á sunnudag þegar nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, fyrsta konan á formannsstóli, verður kjörin. -
Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019
18.02.2025 | GreinarHeimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar, fjallar í greinaskrifum um síaukinn ferðakostnað barna í íþrótta- og tómstundastarfi á landsbyggðinni meðan framlag ríkisins hafi ekki fylgt verðlagi. -
Landsfundur nýrra tækifæra
04.02.2025 | GreinarDiljá Mist Einarsdóttir, alþingismaður, fjallar í grein um væntanlegan landsfund Sjálfstæðisflokksins, stærstu stjórnmálasamkomu landsins. Þar verði stórkostlegt tækifæri fyrir sjálfstæðismenn til þess að skerpa línurnar og móta áfram mikilvæga stefnu og sýn fyrir Ísland til framtíðar.