Velkomin

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri

Grillveisla

Grillveisla á Vitanum
Sjá alla viðburði

Fréttir og greinar


8. maí 2025
Það er grafal­var­legt þegar ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar virða lög og regl­ur að vett­ugi – eða þegar þeir þekkja þau ekki einu sinni. Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, skipaði ólög­leg­lega í stjórn Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar (HMS) og fékk nú bágt fyr­ir hjá Jafn­rétt­is­stofu og það rétti­lega. Ráðherra skipaði flokks­gæðinga og varaþing­menn Flokks fólks­ins í öll fjög­ur stjórn­ar­sæt­in og starfs­fólk þing­flokks sem vara­menn. Það reynd­ist um­deilt en þó ekki ólög­legt. Hið ólög­lega er að 80 pró­sent þeirra sem Inga skipaði eru karl­menn. Það brýt­ur í bága við ákvæði jafn­rétt­islaga sem mæla fyr­ir um að hlut­fall hvors kyns í stjórn­um skuli vera að lág­marki 40 pró­sent. Þessu var svo kippt í liðinn í gær eft­ir að litið var fram hjá regl­un­um þar til press­an varð of mik­il. Nú­ver­andi stjórn­ar­flokk­ar gerðu nú ekki lítið af því að gagn­rýna for­vera sína þegar þeir voru í stjórn­ar­and­stöðu. Þá var talað hátt um gagn­sæi, vönduð vinnu­brögð og nauðsyn þess að stjórn­sýsl­an starfaði eft­ir leik­regl­um lýðræðis­ins. Nú, þegar þessi sömu flokk­ar – Sam­fylk­ing­in og Viðreisn – bera ábyrgð, virðist mun minna fara fyr­ir þeirri varúð. Maður spyr sig: Gilda ekki leng­ur þær regl­ur sem áður þóttu heil­ag­ar? Því miður virðist það raun­in. Það sem verra er, er að for­sæt­is­ráðherra, Kristrún Frosta­dótt­ir, lýsti því yfir að hún „treysti ráðherra til að meta hæfi“ stjórn­ar­manna og að „ekk­ert benti til þess að lög hafi verið brot­in“. Ótrú­leg um­mæli í ljósi þess að regl­urn­ar og lög­in lágu fyr­ir og voru svo brot­in. Tveir ráðherr­ar og tvö ráðuneyti vissu ekki bet­ur. Ekki mjög traust­vekj­andi eða vönduð vinnu­brögð. Þessi trausts­yf­ir­lýs­ing for­sæt­is­ráðherra kom jafn­framt eft­ir að fag­fé­lög og Jafn­rétt­is­stofa höfðu lýst yfir áhyggj­um sín­um af skip­an ráðherra í stjórn HMS og óskuðu skýr­inga. Það er sjálf­sögð og eðli­leg lág­marks­krafa til rík­is­stjórn­ar – sem berst und­ir merkj­um rétt­læt­is og gagn­sæ­is – að hún kynni sér lög­in og fari eft­ir þeim. Það snýst um trú­verðug­leika, ábyrgð og virðingu fyr­ir lýðræðis­leg­um ferl­um. Þegar ráðherra ger­ir mis­tök skal það leiðrétt – ekki rétt­lætt. Það á ekki að þurfa viku­langa fjöl­miðlaum­fjöll­un svo ráðherra sjái að sér og fari eft­ir lög­um og regl­um. Jens Garðar Helgason varaformaður Sjálf­stæðis­flokks­ins.
8. maí 2025
Síðustu daga hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins rætt frumvarp atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda af yfirvegun, málefnalegri gagnrýni og á grunni þeirra gilda sem flokkurinn stendur fyrir. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að reynt sé að gera okkur upp meiningar. Það þekkjum við vel. Sjálfstæðisflokkurinn er í sífellu skilgreindur af öðrum. Oft sem endurómur af orðinu á götunni, og ekki í takt við raunveruleikann. En sá sem les málflutning okkar, eða hlustar á hann í þingsal, sér að þessi afstaða byggir á skýrum og stöðugum grunni. Hún sprettur ekki af þrýstingi eða sérhagsmunum, heldur af grunngildum Sjálfstæðisstefnunnar. Við trúum því að skattlagning eigi að vera sanngjörn og fyrirsjáanleg. Að stjórnsýsla eigi að vera vönduð og málsmeðferð gagnsæ. Við trúum því að atvinnulífið sé ekki andstæðingur, heldur burðarás samfélagsins. Og við trúum því að þeir sem skapa verðmæti, byggja upp og halda samfélaginu gangandi eigi skilið traust og stöðugleika, ekki pólitískt áhlaup. Við höfum gagnrýnt þetta frumvarp bæði vegna þess hvernig að málinu hefur verið staðið og ekki síður vegna þess hvað felst í því efnislega. Þessar breytingar stefna að því að umbylta kerfi sem hefur skapað verðmæti, störf og byggð vítt og breitt um landið. Það er ekki aðeins óvíst að breytingarnar skili yfir höfuð auknum tekjum til ríkissjóðs – það er hætta á að þær grafi undan þeirri verðmætasköpun sem hefur gert okkur kleift að byggja velferðarsamfélagið sem við öll njótum góðs af. Þessi umræða afhjúpar líka grundvallarmun á hægrimönnum og vinstrimönnum. Þegar vinstrimenn komast til valda snúast fyrstu spurningarnar um það hvernig hægt sé að hækka skatta. Hvernig hægt sé að leggja auknar álögur á grunnatvinnugreinar og fjölskyldur í landinu. Við hægrimenn spyrjum að öðru: Hvernig tryggjum við jafnvægi milli skattheimtu og verðmætasköpunar svo að samfélagið allt njóti góðs? Þannig stækkar kakan, okkur öllum til hagsbóta. Það er líka þekkt stef að vinstrimenn hafi alltaf átt auðvelt með að finna ný nöfn á skatta. Það hentar málflutningi þeirra vel að skattar hafi þúsund nöfn. En sama hvað menn kalla þetta – skattar eru skattar, og þegar álögur eru hækkaðar á eina atvinnugrein bitnar það ekki aðeins á þeim sem starfa í henni heldur á samfélaginu öllu. Við skulum líka hafa það alveg á hreinu: sjávarútvegurinn er ein af lykilstoðum þjóðarbúsins. Hann hefur byggt upp samfélög um land allt, skapað störf, fært þjóðinni gjaldeyri og staðið undir gríðarlegum tekjum ríkis og sveitarfélaga. Það er ekkert óeðlilegt við það að Sjálfstæðisflokkurinn taki til varna þegar ráðist er að grunnstoð sem þessari. Það myndum við gera alveg sama hver atvinnugreinin væri – hvort sem um væri að ræða ferðaþjónustu, orku- eða álframleiðslu eða aðra burðarása þjóðarbúsins. Við höfum áður sagt að Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn í samtal um breytingar á veiðigjaldakerfinu. En þá þarf það samtal að byggjast á fagmennsku, raungögnum og góðum undirbúningi. Það þarf að virða fólk, fyrirtæki og byggðir sem lifa af atvinnugreininni sem um ræðir. Núverandi vegferð ríkisstjórnarinnar gerir það ekki og er ekki til þess fallin að koma á sátt um málið. Ég skil vel að þessi umræða veki sterkar tilfinningar. En við verðum að halda okkur við staðreyndir og rök. Við verðum að byggja á trausti, ekki popúlisma. Á stefnu, ekki frösum. Sjálfstæðisflokkurinn stendur með fólki sem vill skapa, byggja og horfa til framtíðar. Það höfum við alltaf gert og við ætlum að halda því áfram. Ekki vegna þess að það er vinsælt, heldur vegna þess að það er rétt. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins.
Eftir Stefán Friðrik Stefánsson 3. maí 2025
Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 mánudaginn 5. maí kl. 17:30 í Geislagötu 5, 2. hæð. Rætt um stöðuna í bæjarmálunum og það helsta sem er að gerast í pólitíkinni í bænum. Fundarstjóri: Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri Allir velkomnir - heitt á könnunni.
Eftir Stefán Friðrik Stefánsson 2. maí 2025
Kæru félagar Á næstu dögum birtast kröfur fyrir félagsgjöldum í netbanka allra þeirra sem skráðir eru í flokkinn hérna á Akureyri. Á síðasta aðalfundi var ákveðið að gjaldið skyldi haldast óbreytt, 4.500 kr. Um er að ræða valkörfu sem mun falla niður sjálfkrafa hafi hún ekki verið greidd á eindaga, sem er 31. desember 2025. Félagsgjöldin eru gríðarlega mikilvæg til að halda áfram úti öflugu flokksstarfi en þau eru til að mynda grundvöllur fyrir því að við getum haldið úti heimasíðu sjálfstæðisfélaganna á Akureyri, islendingur.is. Þess ber að geta að síðan var nýlega uppfærð og var útgáfuhóf þar sem uppfærslu síðunnar var fagnað á sumardaginn fyrsta sl. Þá eru sveitarstjórnarkosningar á næsta ári og ætlum við Sjálfstæðismenn okkur stóra hluti í kosningunum, halda áfram að leiða í sveitarfélaginu og reka trausta fjármálastjórn samhliða öflugri uppbyggingu. Við hvetjum því alla til að greiða gjöldin við fyrsta tækifæri og auðvitað til að mæta á næsta fund og hafa gaman. Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri
Sýna meira
Fleiri fréttir