Óboðleg vinnubrögð

Oddvitar Sjálfstæðisflokksins í 26 sveitarstjórnum:

Und­ir­ritaðir odd­vit­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins í sveit­ar­stjórn­um fagna því að lang­tíma kjara­samn­ing­ar hafi tek­ist fyr­ir stærst­an hluta launa­fólks á al­menn­um vinnu­markaði. Mark­mið kjara­samn­inga um minni verðbólgu, lægri vexti og stöðug­leika eru góð og þau styðjum við.

Eft­ir gerð kjara­samn­ings hef­ur um­fjöll­un fjöl­miðla að mestu snú­ist um gjald­frjáls­ar skóla­máltíðir sem komu óvænt í fang aðþrengdra sveit­ar­fé­laga. Meg­in­kraf­an á sveit­ar­fé­lög hafði frá upp­hafi snúið að hóf­leg­um gjald­skrár­hækk­un­um, sem sveit­ar­fé­lög hugðust öll bregðast við.

Það má ræða hug­mynd­ina um gjald­frjáls­ar skóla­máltíðir og hvernig eigi að fjár­magna þær. Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga er vett­vang­ur til þess. Fyr­ir rétt rúm­um tveim­ur vik­um, eða 26. fe­brú­ar, kynnti formaður Sam­bands­ins fyrst hug­mynd­ir um gjald­frjáls­ar skóla­máltíðir á fundi tæp­lega 50 sveit­ar­stjóra, bæj­ar­stjóra og borg­ar­stjóra. Kom það flest­um á fund­in­um í opna skjöldu að sveit­ar­fé­lög­in væru skyndi­lega orðin lyk­il­breyta í kjaraviðræðum á al­menn­um vinnu­markaði og með þess­um hætti.

Afstaða full­trúa sveit­ar­fé­laga á þeim fundi var mjög skýr, andstaðan var nán­ast ein­róma og ein­skorðaðist ekki bara við Sjálf­stæðis­flokk­inn. Enda lá fyr­ir að hér væri ráðskast með sjálfs­ákvörðun­ar­rétt sveit­ar­fé­laga er snýr að mik­il­vægri þjón­ustu, eins og skóla­máltíðum.

Brún okk­ar sveit­ar­stjórn­ar­manna þyngd­ist enn þegar í ljós kom að viðræður for­manns­ins við rík­is­valdið hóf­ust í upp­hafi árs og var fram­haldið í lok janú­ar eða mánuði áður en sveit­ar­stjórn­ar­fólki var kynnt þessi hug­mynd.

Þann 1. mars, var ann­ar fund­ur með borg­ar­stjóra, bæj­ar­stjór­um og sveit­ar­stjór­um og enn var mik­il mótstaða meðal flestra sem tóku til máls. Stjórn sam­bands­ins fundaði í kjöl­farið og samþykkti eft­ir­far­andi bók­un:

„Stjórn Sam­bands­ins ósk­ar eft­ir því að rík­is­valdið leiti annarra leiða við að út­færa mark­mið um gjald­frjáls­ar skóla­máltíðir en beint í gegn­um gjald­skrár sveit­ar­fé­laga. Stjórn­in er reiðubú­in til sam­tals um málið á breiðum grund­velli með það að leiðarljósi að tryggja barna­fjöl­skyld­um kjara­bæt­ur og vel­ferð.“

Því var treyst að formaður myndi starfa sam­kvæmt ein­dregn­um vilja sveita­stjórna og bók­un stjórn­ar og myndi upp­lýsa aðila vinnu­markaðar­ins og for­sæt­is­ráðherra um af­stöðuna með skýr­um hætti. Ljóst er að svo var ekki.

Formaður Sam­bands­ins lét síðan hafa eft­ir sér í fjöl­miðlum að full sátt væri um þessa fram­kvæmd. Það er rangt.

Í dag hitt­ast sveit­ar­stjórn­ar­full­trú­ar af öllu land­inu á ársþingi Sam­bands­ins og þar er afar mik­il­vægt að formaður­inn skýri aðkomu sína að kjara­samn­ings­gerð á al­menn­um markaði.

Alm­ar Guðmunds­son - Garðabæ
Ant­on Kári Hall­dórs­son - Rangárþingi eystra
Ásdís Kristjáns­dótt­ir - Kópa­vogi
Ásgeir Sveins­son - Mos­fells­bæ
Berg­lind Harpa Svavars­dótt­ir - Múlaþingi
Björn Har­ald­ur Hilm­ars­son - Snæ­fells­bæ
Björn Guðmund­ur Sæ­björns­son - Vog­um
Bragi Bjarna­son - Árborg
Ein­ar Jón Páls­son - Suður­nesja­bæ
Eyþór Harðar­son - Vest­manna­eyj­um
Friðrik Sig­ur­björns­son - Hvera­gerði
Gauti Árna­son - Höfn í Hornafirði
Gísli Sig­urðsson - Skagaf­irði
Gest­ur Þór Kristjáns­son - Ölfusi
Guðmund­ur Hauk­ur Jak­obs­son - Húna­byggð
Hafrún Ol­geirs­dótt­ir - Norðurþingi
Heim­ir Örn Árna­son - Ak­ur­eyri
Hild­ur Björns­dótt­ir - Reykja­vík
Ingvar Pét­ur Guðbjörns­son - Rangárþingi ytra
Jó­hann Birk­ir Helga­son - Ísa­fjarðarbæ
Jón Bjarna­son - Hruna­manna­hreppi
Mar­grét Ólöf A Sand­ers - Reykja­nes­bæ
Ragn­ar Sig­urðsson - Fjarðabyggð
Rósa Guðbjarts­dótt­ir - Hafnar­f­irði
Sveinn Hreiðar Jens­son - Skaft­ár­hreppi
Þór Sig­ur­geirs­son, Seltjarn­ar­nesi

Greinin birtist í Morgunblaðinu 14. mars 2024.


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook