Fréttir

Aðalfundur Verkalýðsráðs - Kristinn Karl, Stefán Friðrik og Heiðrún áfram í forystu

Aðalfundur Verkalýðsráðs - Kristinn Karl, Stefán Friðrik og Heiðrún áfram í forystu

Aðalfundur Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins var haldinn í dag. Kristinn Karl Brynjarsson var endurkjörinn formaður ráðsins. Stefán Friðrik Stefánsson, formaður Sleipnis, var endurkjörinn 1. varaformaður og Heiðrún Hauksdóttir 2. varaformaður.

Sjálfstæðisflokkurinn í meirihlutasamstarfi í öllum sveitarfélögum í Norðausturkjördæmi

Sjálfstæðisflokkurinn í meirihlutasamstarfi í öllum sveitarfélögum í Norðausturkjördæmi

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa myndað meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Með því nær Sjálfstæðisflokkurinn í fyrsta skipti þeim merka áfanga að vera í meirihlutasamstarfi samtímis í öllum sveitarfélögum, þar sem hann bauð fram í sveitarstjórnarkosningum, í Norðausturkjördæmi.

Bæjarmálafundur 18. mars

Bæjarmálafundur 18. mars

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 (gengið inn að norðan) mánudaginn 18. mars kl. 17:30. Farið verður yfir helstu mál sem verða á dagskrá bæjarstjórnarfundar. Rætt um málefni hafnarinnar, Fallorku og öldungaráðs. Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Óboðleg vinnubrögð

Óboðleg vinnubrögð

26 oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum landsins skrifa í dag grein um óboðleg vinnubrögð Heiðu Bjargar Hilmarsdóttur, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, í nýlokinni kjarasamningagerð. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, er einn þeirra sem stendur að greininni.

Mynd af instagram-síðu flokksins í Dalvíkurbyggð

Aðalfundur kjördæmisráðs - Þórhallur endurkjörinn formaður

Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi var haldinn á Akureyri í dag. Þórhallur Harðarson var endurkjörinn formaður kjördæmisráðs.

Halldór Blöndal lætur af formennsku í SES

Halldór Blöndal lætur af formennsku í SES

Halldór Blöndal, fyrrum ráðherra og forseti Alþingis, lét af formennsku á aðalfundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna í dag. Halldór hefur gegnt formennsku í 15 ár. Bessi Jóhannsdóttir var kjörin formaður SES í stað Halldórs.

Akureyri stendur ekki í vegi fyrir kjarasamningum

Akureyri stendur ekki í vegi fyrir kjarasamningum

Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, fjallar í grein um að Akureyrarbær standi ekki í vegi fyrir undirskrift á kjarasamningum. Sveitarfélögin geri sér grein fyrir því að allir aðilar þurfi að koma að borðinu í kjaraviðræðum til að ná grunnmarkmiðunum, sem er að bæta kaupmátt í landinu - aðgerðir sem ná niður verðbólgu og gefa grundvöll til vaxtalækkunar eru lykilatriði í því efnum.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook