Fréttir

Þegar á móti blæs

Þegar á móti blæs

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður, skrifar um ríkisfjármálin eftir uppstokkun í ríkisstjórn. "Á þessum tímamótum þurfum við að skerpa betur á hlutverki ríkisins og tryggja að fjármunir almennings nýtist með sem hagkvæmustum hætti og fari raunverulega í þau verkefni sem snúa að nauðsynlegri þjónustu við fólkið í landinu."

Mikið fjölmenni á fundi með Bjarna

Mikið fjölmenni á fundi með Bjarna

Mikið fjölmenni, um 800 sjálfstæðismenn, var á fundi sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra boðaði til á Hilton Nordica-hótelinu í Reykjavík. Ráðherrar flokksins ávörpuðu fundinn auk ritara flokksins og formanni þingflokksins

Bæjarmálafundur 15. apríl

Bæjarmálafundur 15. apríl

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 mánudaginn 15. apríl kl. 17:30. Farið yfir helstu mál í bæjarstjórn. Þórhallur Harðarson, nefndarmaður í umhverfis- og mannvirkjaráði, fer yfir helstu verkefni UMSA á árinu 2024. Heimir Örn Árnason fer yfir ársreikning fyrir árið 2023 og helstu verkefni á næstu tveimur árum. Allir velkomnir.

Fundur með Þórdísi Kolbrúnu, Njáli Trausta og Berglindi Ósk 11. apríl

Fundur með Þórdísi Kolbrúnu, Njáli Trausta og Berglindi Ósk 11. apríl

Sjálfstæðisfélag Akureyrar heldur fund í Geislagötu 5 fimmtudaginn 11. apríl kl. 20:00. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, og Berglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður, flytja framsögu og svara fyrirspurnum. Heitt á könnunni - allir velkomnir

Bjarni Benediktsson verður forsætisráðherra

Bjarni Benediktsson verður forsætisráðherra

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verður forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tekur að nýju við embætti utanríkisráðherra.

Umræðufundur með Berglindi Ósk og Bryndísi 13. apríl

Umræðufundur með Berglindi Ósk og Bryndísi 13. apríl

Málfundafélagið Sleipnir heldur umræðufund í Geislagötu 5 laugardaginn 13. apríl kl. 11:00. Í fundarbyrjun er horft á ávarp Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, á fundi á Hilton í Reykjavík. Að því loknu hefst fundur hjá okkur. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður, og Bryndís Haraldsdóttir, alþingismaður og forseti Norðurlandaráðs, flytja þar framsögu um menntamál og svara fyrirspurnum.

NATÓ í 75 ár - erindið aldrei brýnna

NATÓ í 75 ár - erindið aldrei brýnna

Í dag eru 75 ár síðan Bjarni Bene­dikts­son eldri und­ir­ritaði Atlants­hafs­sátt­mál­ann fyr­ir Íslands hönd. Ísland var meðal tólf stofn­ríkja Nató-banda­lags­ins, en á þeim tíma voru hörm­ung­ar seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar enn í fersku minni og vax­andi spennu farið að gæta milli lýðræðis­ríkja í vestri og alræðis­ríkja und­ir ægi­valdi Sov­ét­ríkj­anna í austri. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, fer yfir mikilvægi Nató í grein.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook