Valdimar O. Hermannsson, verkefnastjóri, gefur kost á sér í 3. - 6. sæti í röðun Sjálfstæðisflokksins á Akureyri 3. febrúar nk.
Ég er: Valdimar O. Hermannsson, í sambúð, með tvo unglinga (í MA) og á tvö uppkomin börn.
Menntun: Markaðsfræðingur, en hef einnig lagt stund á fjölbreytt nám, m.a., í viðskiptafræðum, stjórnun og stefnumörkun, markmiðasetningu, ásamt leiðtogaþjálfun, m.a., í Evrópu, Japan, og USA.
Persónulegir hagir: Fjölskyldan flutti á síðasta ári til Akureyrar, m.a., þar sem sambýliskona mín fékk námsstöðu við SAk., í skurðhjúkrun, sem viðbót við menntun sína sem hjúkrunarfræðingur. Þá höfum við verið með ungling í MA, s.l. 2 ár, og nú með 2 unglinga í námi við þann góða skóla. Við höfum átt mikil og góð, bæði fjölskyldu- og félagsleg tengsl, við Akureyri, undanfarinn áratug, með tilheyrandi reglulegum heimsóknum, en erum nú loks flutt hingað og viljum taka þátt í samfélaginu.
Ég starfa nú sem Verkefnastjóri, aðallega fyrir sveitarfélög og ráðuneyti, en það er þó breytilegt. Þá hef ég starfað m.a., sem Framkvæmdastjóri, Rekstrarstjóri HSA, og við Verslunar- og innkaupastj..
Sjálfstæðisflokkurinn: Stjórnmálaskóli, Formaður aðildarfélags (12 ár), og í stjórn fulltrúaráðs Fjarðabyggðar, Varaformaður stjórnar kjördæmisráðs Norð-Austur-kjördæmis, Sveitarstjórnarráð, Landsþingsnefndir, og margt fleira á vettvangi flokksins. Sit nú m.a. í miðstjórn flokksins fyrir NA.
Bæjar- og sveitarstjórnarmál: Hef verið kjörinn bæjarfulltrúi í Bæjarstjórn Fjarðabyggðar, frá því 2006, setið í bæjarráði, bæði í minnihluta og meirihluta. Verið oddviti framboðslista, 2006 – 2010, en skipað 2. sæti frá 2010 – 2018, en leyst af í bæjarráði, m.a. tímabundið sem formaður bæjarráðs. Þá hef ég m.a., verið varaformaður í Félagsmálanefnd Fjb., og í rekstrarráði hjúkrunarheimilanna. Þá hef ég tekið þátt í fjölmörgum átaksverkefnum á vettvangi bæjarstjórnar, m.a., við endurskipan stjórnsýslu- og fjármála, atvinnumál stór og smá, ásamt samningum við ríkisvaldið, um ýmis mál.
Landshlutasamtök sveitarfélaga: Hef tekið þátt í Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi - SSA, frá 2006, setið í stjórn sambandsins frá 2009 og formaður stjórnar SSA, á árunum 2010 – 2014. Einnig sem formaður í verkefnastjórn um mögulega sameiningu stoðstofnana á Austurlandi, sem síðan varð Austurbrú ses., þar sem ég var stjórnarformaður fyrsta árið, en í starfsháttanefnd Abr., síðustu árin. Þá kom ég, ásamt fulltrúum allra landshlutasamtaka, 5 ráðuneyta, og fulltrúa Byggðastofnunar, að gerð fyrstu “Sóknaráætlun landshluta”, sem nú hafa sannað gildi sitt, og eru komin til að vera.
Önnur trúnaðarstörf: Var formaður Heilbrigðisnefndar Austurlands – HAUST, í 8 ár, og einnig formaður stjórnar Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, í 4 ár. Hef verið í Vinnumarkaðsráði Austurlands, í 7 ár, verið stjórnarformaður Náttúrustofu Austurlands - NA, frá 2014, og sit nú einnig í Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, hjá IRR, fyrir Samband sveitarfélaga á Íslandi.
Helstu áherslumál: Að Sjálfstæðisflokkurinn verði aftur leiðandi afl í bæjarstjórn Akureyrarbæjar. Þá eru málefni heilbrigðisþjónustu, skóla- og frístundastarfs, ásamt öflugri menningu mér hugleikin.
Einnig skipta byggðamál, almennt, sem og samskipti og aukin samvinna ríkis- og sveitarfélaga máli þar sem verkaskipting og ábyrgð þarf að skerpa verulega á, ásamt skiptingu statttekna milli aðila. Þá þekki ég vel til baráttunnar um innanlandsflug sem almenningssamgöngur, flutning raforku um landið, ásamt eflingu ferðaþjónustu, um allt land, með aukinni dreifingu ferðamanna, með fleiri “opnum gáttum” inní landið, til jöfnunar við suðvesturhornið, sem nú þegar er orðið þétt setið.
Sjá einnig kynningar á “facebook”, og www.google.is, undir: Valdimar O Hermannsson
Með XD – baráttukveðjum,
Valdimar O. Hermannsson