Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 mánudaginn 15. september kl. 17:30.
Velkomin
Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri
Fréttir og greinar

Forsætisráðherra vafðist tunga um tönn þegar að undirritaður spurði hana út í forgangsröðun í fjárlögum, nánar tiltekið tvö hundruð milljóna króna niðurskurð til Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Ljósið hefur lyft grettistaki með starfsemi sinni og í hverjum mánuði njóta um 600 manns endurhæfingar og aðstoðar. Þúsundir Íslendinga sem tekist hafa á við krabbamein og aðstandendur þeirra hafa notið þjónustu Ljóssins í gegnum árin. Ríkisstjórnin hefur nú boðað að skerða fjárframlög ríkisins til Ljóssins um 40% frá síðasta ári. Þetta setur skiljanlega þessa mikilvægu starfsemi í uppnám og einsýnt að skera þurfi niður þjónustu og biðlistar fari að myndast, sem í dag er ekki reyndin. Fátt var um svör hjá forsætisráðherra þegar hún var spurð út í forgangsröðun ríkisstjórnarinnar á skattfé borgaranna og hvort mikilvægara væri að setja 150 milljónir í alþjóðleg samtök hinsegin fólks, tvö til þrjú þúsund milljónir í stækkun Þjóðleikhússins eða kostnað við starfslok eins opinbers starfsmanns upp á 350 milljónir frekar en 200 milljónir í Ljósið. Sagði forsætisráðherra raunar að henni þætti sérstakt að vera spurð út í hennar „persónulegu afstöðu til þess hvort ákveðin samtök úti í bæ gætu þegið nokkrar milljónir í viðbót“. Þá vitum við það. Ljósið, sem sparar íslenska ríkinu með starfsemi sinni yfir milljarð á ári, eru samtök „úti í bæ“ í huga forsætisráðherra. Samtök sem eru með starfsemi á heimsmælikvarða og hafa hjálpað þúsundum krabbameinssjúklinga og aðstandendum þeirra. Þetta eru kaldar kveðjur frá leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Hvorki ég né aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins skiljum á hvaða vegferð ríkisstjórnin er. Að minnsta kosti er hún ekki að standa vörð um þá sem standa höllustum fæti í samfélaginu. Er það von mín að við þingmenn, sama hvað flokki þeir eru, snúi bökum saman og standi vörð um starfsemi Ljóssins. Ábyrgðin er okkar. Jens Garðar Helgason varaformaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti í Norðausturkjördæmi

Málfundafélagið Sleipnir heldur umræðufund í Geislagötu 5 laugardaginn 18. október kl. 10:30. Diljá Mist Einarsdóttir, alþingismaður, flytur framsögu og svarar fyrirspurnum. Rætt almennt um stöðuna í pólitíkinni og þau þingmál sem Diljá Mist hefur lagt fram á þingi. Fundarstjóri: Stefán Friðrik Stefánsson, formaður Sleipnis. Heitt á könnunni - allir velkomnir.

Málfundafélagið Sleipnir heldur umræðufund í Geislagötu 5 (gengið inn að norðan) laugardaginn 11. október kl. 10:30. Jón Gunnarsson, alþingismaður, flytur framsögu og svarar fyrirspurnum. Rætt almennt um stöðuna í pólitíkinni. Fundarstjóri: Stefán Friðrik Stefánsson, formaður Sleipnis. Heitt á könnunni - allir velkomnir.

Júlíus Viggó Ólafsson var í dag kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á 48. sambandsþingi SUS sem fram fór í gamla Landsbankahúsinu við Austurstræti. Tinna Eyvindardóttir og Anton Berg Sævarsson, formaður KUSNA, voru kjörin fyrsti og annar varaformaður en engin mótframboð bárust í embætti formanns eða til stjórnar. Á þinginu lagði Viktor Pétur Finnsson, fráfarandi formaður, jafnframt fram tillögu að nýju merki sambandsins sem var samþykkt einróma af þinginu. Þetta var í fyrsta sinn í 42 ár sem þing SUS er haldið í höfuðborginni, en síðast var það haldið í Reykjavík árið 1983 þegar Geir H. Haarde var endurkjörinn formaður sambandsins. Þing SUS eru haldin á tveggja ári fresti en þar er kjörin ný stjórn og mótuð stefna sambandsins. 330 manns voru skráðir á þingið, sem er með fjölmennari þingum sambandsins. Í framboðsræðu sinni benti Júlíus meðal annars á það að þingið væri fjölmennara en nýafstaðið landsþing Viðreisnar. „SUS er ekki aðeins stærra en hreyfingin þeirra, þetta sambandsþing er stærra en allt landsþing Viðreisnar. Þegar við sem ungliðahreyfing skákum heilum flokki í ríkisstjórn, þá hljótum við að vera að gera eitthvað rétt,“ sagði Júlíus í ræðu sinni Júlíus lagði í ræðu sinni áherslu á að ungt fólk innan sambandsins hefði mikilvægu hlutverki að gegna í því að móta stefnu flokksins og halda hugmyndafræðinni lifandi. Hann segir ungt fólk ekki vera aukaleikara í Sjálfstæðisflokknum, heldur hugmyndafræðilegt hjarta hans. Meðal þess sem Júlíus talaði fyrir í ræðu sinni var að ríkið hyrfi af húsnæðismarkaði, skýrari stefnu í útlendingamálum og gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Auk formanns og varaformanna hlutu eftirtaldir kjör til stjórnar (fulltrúar Norðausturkjördæmis eru feitletraðir): Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir Alda María Þórðardóttir Atli Dagur Guðmundsson Berglind Haraldsdóttir Birkir Ólafsson Birkir Óli Gunnarsson Birkir Örn Þorsteinsson Björn Gunnar Jónsson Bríet Magnúsdóttir Daníel Hjörvar Guðmundsson Dóra Tómasdóttir Einar Arnalds Kristjánsson Einar Freyr Guðmundsson Embla Kristín Blöndal Ásgeirsdóttir Franklín Ernir Kristjánsson Geir Zoega Guðni Kjartansson Halla Margrét Hilmarsdóttir Halldór Lárusson Helgi Rafn Bergþórsson Hermann Borgar Jakobsson Hermann Nökkvi Gunnarsson Ísak Svavarsson Jóhann Daði Gíslason Kjartan Leifur Sigurðsson Kristín Alda Jörgensdóttir Logi Stefánsson Logi Þór Ágústsson Magnús Benediktsson Oddur Stefánsson Oliver Einar Nordquist Pétur Orri Pétursson Ragnheiður Arnarsdóttir Signý Pála Pálsdóttir Sóley Halldórsdóttir Sölvi Guðmundsson Sonja Dís Johnson Guðlaugsdóttir Stephanie Sara Drífudóttir Telma Ósk Þórhallsdóttir Unnur Elín Sigursteinsdóttir