Velkomin

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri

Bæjarmálafundur

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 mánudaginn 15. september kl. 17:30.

Golfmót

Golfmót Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

48. sambandsþings SUS

Stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna boðar til 48. sambandsþings SUS helgina 3. - 5. október 2025.
Sjá alla viðburði

Fréttir og greinar


Eftir Stefán Friðrik Stefánsson 17. nóvember 2025
Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, tilkynnti í dag á færslu á facebook-síðu sinni að hann sæktist áfram eftir því að leiða lista flokksins í næstu bæjarstjórnarkosningum í maí á næsta ári. Heimir Örn segir að það hafi verið mikill heiður að leiða lista Sjálfstæðisflokksins og starfa í bæjarstjórn síðastliðin þrjú og hálft ár. Hann segir fjölmörgum góðum verkefnum hafa verið komið af stað á þeim tíma; þar á meðal sex tíma gjaldfrjálsri leikskóladvöl, lýðheilsukorti og hækkun á frístundastyrk til barna. Skrif Heimis eru eftirfarandi: "Kæru vinir, Það hefur verið mér mikill heiður að leiða lista Sjálfstæðisflokksins og starfa í bæjarstjórn Akureyrar síðastliðin þrjú og hálft ár. Í nánu og góðu samstarfi við öflugt samstarfsfólk í meirihlutanum og starfsmenn Akureyrarbæjar höfum við komið fjölmörgum góðum verkefnum af stað. Helst má nefna sex tíma gjaldfrjálsa leikskóladvöl, Lýðheilsukortið, hækkun á frístundarstyrk til barna, verkefnið Virk efri ár og unnið er að því að koma á frístundarstyrk til eldri borgara. Þá mun fasteignaskattur lækka umtalsvert á íbúðarhúsnæði á næsta ári og einnig nokkuð á atvinnuhúsnæði. Þá er í gangi metnaðarfull uppbygging í íþróttamálum í mörgum íþróttagreinum. Tvö ný hverfi eru í uppbyggingu og síðast en ekki síst er rekstur sveitarfélagsins í mjög góðu jafnvægi. Ég hef átt óteljandi samtöl við fólk hér í bænum, bæði úr atvinnulífinu og hópi bæjarbúa og allir eru sammála um að það sé bjart framundan á Akureyri og því er ég sammála. Samtalið er lykillinn að árangri og ég mun áfram leggja mikla áherslu á að vera í góðu og opnu sambandi við íbúana og atvinnurekendur. Bærinn okkar, líkt og mörg önnur sveitarfélög hefur gengið í gegnum krefjandi tíma. En með sameiginlegu átaki kjörinna fulltrúa, starfsmanna og íbúa höfum við náð verulegum árangri og styrkt stöðu Akureyrarbæjar til framtíðar. Framundan eru spennandi verkefni sem ég hef mikinn áhuga á að fylgja eftir. Markmið mitt er að halda áfram að standa vörð um rekstur bæjarins, skapa traustan grunn til lækkunar gjalda og álaga, bæta þjónustu við íbúa og styðja við áframhaldandi uppbyggingu innviða og lífsgæða hér á Akureyri. Ég brenn fyrir bæinn okkar og framtíð hans og hlakka til að halda áfram ferðinni með ykkur. Þess vegna mun ég sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Kær kveðja Heimir Örn Árnason
Eftir Stefán Friðrik Stefánsson 15. nóvember 2025
Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 mánudaginn 17. nóvember kl. 17:30. Farið yfir fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2026-2029 (fyrri umræða fer nú fram í bæjarstjórn), álagningu fasteignagjalda, úthlutun lóða á Hlíðarvelli og almennt um stöðuna almennt í bæjarmálum. Fundarstjóri: Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri Við minnum á að fundur með forystu Sjálfstæðisflokksins fer svo fram í kjölfarið á Múlabergi á Hótel KEA síðar um kvöldið kl. 20:00. Allir velkomnir - heitt á könnunni.
13. nóvember 2025
Sjálfstæðisflokkurinn er stærsta umbótaaflið í íslenskum stjórnmálum. Sú staðreynd skiptir öllu í þeirri stöðu sem þjóðin stendur frammi fyrir. Þegar aðrir setja fram frasa og nýyrði fyrir skattahækkanir setjum við fram skýrar leiðir til raunverulegra umbóta. Skýr stefna – sterkara Ísland. Á laugardaginn var héldum við sjálfstæðismenn vel heppnaðan fund þar sem við ræddum leiðina áfram, en tilgangur fundarins var að senda skýr skilaboð um að landsmenn hafa aðra valkosti en skattahækkunarstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Fyrst efnahagsmálin. Við sjálfstæðismenn berjumst gegn skattahækkunarvæðingu og viljum setja sjálfbæran rekstur ríkisins í forgang. Við leggjum til lægri tekjuskatt á fjölskyldur og fyrirtæki. Við viljum taka tryggingagjaldið til gagngerrar endurskoðunar og hækka veltumörk virðisaukaskatts svo smærri fyrirtæki og einyrkjar fái svigrúm til að ráða, fjárfesta og borga hærri laun. Stöðug ríkisfjármál, agi í útgjöldum og einfaldara regluverk eru forsendur lægri vaxta. Þannig verður meira eftir í veskinu í lok mánaðar og trúverðugleiki eykst í baráttunni við verðbólgu. Húsnæðismálin eru prófsteinn á stjórnsýslu og forgangsröðun. Draumur fólks um eigið heimili á ekki að fjarlægjast. Við skulum muna að séreignarstefnan er frelsisstefna og leið að því markmiði að launafólk búi við fjárhagslegt sjálfstæði. Við munum auka framboð lóða, stytta afgreiðslutíma leyfa og fækka reglum sem hækka byggingarkostnað án ávinnings fyrir öryggi eða gæði. Við viljum hækka endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað, fella niður stimpilgjöld við íbúðakaup einstaklinga og gera fólki kleift að nota séreignarsparnað betur og lengur. Eign á að vera á allra færi. Innviðir og orka ráða lífsgæðum á Íslandi til næstu áratuga og þar er markmiðið skýrt. Við viljum klára helstu samgöngumannvirki og jarðgöng á tuttugu og fimm árum með ábyrgri fjármögnun. Lífeyrissjóðir geta tekið þátt á markaðskjörum. Útboð verða gegnsæ og verklistar opinberir. Við nýtum jarðvarma og vatnsafl af skynsemi og tökum nýja tækni í notkun til að lækka orkukostnað heimila og fyrirtækja. Öflugir orkuinnviðir skapa störf, auka framleiðni og styrkja græna samkeppnishæfni landsins. Sjálfstæðisflokkurinn náði árangri í útlendingamálum Í útlendingamálum er línan skýr. Vinnandi fólk sem vill leggja sitt af mörkum er velkomið. Þeim sem hingað koma til að misnota kerfið og leggja ekkert til samfélagsins verður vísað frá landi. Svo einfalt er það. Það ber að fylgja lögum og reglum, málsmeðferð verður hraðari og endursendingar verða skilvirkari. Þannig tryggjum við réttlæti og traust á kerfinu. Móttaka á að hefjast við landamærin þannig að umsóknir fái skjóta niðurstöðu og þeir sem fá höfnun komist ekki inn í íslenskt samfélag. Þeir sem fá vernd eiga að fá markvissa aðlögun og við gerum skýra kröfu um þátttöku þeirra í samfélaginu. Þetta er sanngjarnt, skilvirkt og byggir upp traust. Heilbrigðiskerfið á að þjóna sjúklingum, ekki ferlum. Heilsugæslan verður að vera hryggjarstykkið og Landspítali á að sinna flóknustu tilfellum. Við eigum að nýta sjálfstæðan rekstur þar sem hann styttir bið og bætir gæði. Við viljum fjölga heilbrigðisstarfsfólki, bæta starfsumhverfi og skapa hvata til að laða unga sérfræðinga heim. Betra aðgengi að fjarlækningum um land allt dregur úr ójöfnuði og sparar tíma og fjármuni. Menntakerfið er grundvöllur framfara og við gerum þá sjálfsögðu kröfu að eftir tíu ára grunnskólanám kunni börnin okkar að lesa, skrifa og reikna. Þá kemur allt hitt. Við viljum skýrar og gagnlegar mælingar á árangri sem kennarar og foreldrar geta notað. Við treystum kennarastéttinni og hvetjum til fjölbreytni í rekstri þar sem það bætir þjónustu við börn og foreldra. Við viljum taka upp samræmd próf sem raunhæft viðmið. Við viljum sjá sterka grunnfærni, meira sjálfstraust og betri lífskjör til framtíðar. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur stórra hugmynda og framkvæmda. Við ætlum að leiða næsta framfaraskeið á Íslandi með ábyrgð, festu og trú á krafta fólksins í landinu. Nú er tími skýrra ákvarðana sem sjást í daglegu lífi. Nú er tími lægri álaga, hraðari afgreiðslu og sterkari grunnstoða. Skýr stefna – sterkara Ísland. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins
Eftir Stefán Friðrik Stefánsson 12. nóvember 2025
Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins, Jens Garðar Helgason varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins, og Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, boða til fundar á Akureyri mánudaginn 17. nóvember kl. 20:00 í Múlabergi. Á fundinum munu þau skýra helstu stefnumál flokksins á yfirstandandi vetri í átt að sterkara Íslandi. Fundurinn er liður í fundaherferð forystunnar sem standa mun yfir næstu vikur. Allir velkomnir.
Sýna meira
Fleiri fréttir