Í tilefni Bæjarþingsins ætlar Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri að bjóða uppá hitting með varaformanni Sjálfstæðisflokksins Jens Garðari Helgasyni.
Velkomin
Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri
Fréttir og greinar

Takk fyrir komuna á Bæjarþingið! Bæjarþing Sjálfstæðisflokksins á Akureyri var haldið á Múlaberg á Hótel KEA í gær. Sjálfstæðismenn fjölmenntu til að ræða málefni bæjarins og var unnin þar vinna sem verður flokknum mikilvæg á komandi árum og í aðdraganda bæjarstjórnarkosninga 16. maí næstkomandi. Á þinginu voru málefnum skipt í 5 flokka, fjármál og atvinnumál, menntamál, skipulags og umhverfismál, velferðarmál og önnur mál. Í hverjum flokki fyrir sig gafst fólki tækifæri til að tjá sínar skoðanir á málaflokknum og koma með hugmyndir. Allt var þetta svo gert upp á fundinum og fer í frekari vinnu hjá stjórnum félaganna. Fundarstjóri var Ármann Kr. Ólafsson, fyrrum bæjarstjóri í Kópavogi. Í upphafi fundar las Ármann upp minningarorð um Halldór Blöndal, fyrrum ráðherra og forseta Alþingis, sem birtust á Íslendingi þegar hann lést í desember sl. og kryddaði frásögnina með sögum frá samstarfi þeirra úr kosningabaráttunni 1995 og þegar hann var aðstoðarmaður Halldórs. Fundarmenn risu úr sætum Halldóri til heiðurs. Á föstudagskvöldið var haldinn vel heppnaður hittingur með Jens Garðari Helgasyni, varaformanni Sjálfstæðisflokksins og oddvita flokksins í kjördæminu, í nýjum og glæsilegum sal á Hótel Akureyri, Lóni. Hótelið var valin glæsilegasta nýbygging liðins árs og skal engan undra, sérlega vel heppnuð uppbygging. Næsta skref í aðdraganda kosninga er val á lista flokksins og hefur fulltrúaráð flokksins ákveðið að fari fram röðun í efstu fjögur sætin. Röðun fer fram laugardaginn 7. febrúar og eru sem flestir hvattir til að bjóða sig fram. Umfjöllun um Bæjarþingið og fleiri myndir frá deginum

Ákveðið hefur verið að röðun um val frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins á Akureyri við næstu sveitarstjórnarkosningar fari fram á fundi aðal- og varamanna í fulltrúaráði laugardaginn 7. febrúar nk. Kosið verður um fjögur efstu sæti framboðslistans á fundinum. Hér með er auglýst eftir framboðum til setu á framboðslista. Framboð skal bundið við flokksbundinn einstakling. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í sveitarstjórnarkosningum 16. maí 2026. Framboðsfrestur er til og með 6. febrúar 2026 kl. 12:00 Kjörnefnd er heimilt að tilnefna frambjóðendur til röðunar til viðbótar við þá sem bjóða sig fram eftir að framboðsfresti lýkur. Val á framboðslista og röðun í sæti verður samkvæmt samræmdum reglum Sjálfstæðisflokksins við röðun á lista. Samræmdar reglur um Röðun Hægt er að fá nánari upplýsingar um röðun og skila inn framboði með því að hafa samband við Þorvald Lúðvík Sigurjónsson , formann kjörnefndar, með því að senda tölvupóst á thorvaldur.ludvik@gmail.com eða hringja í 859-3316 .

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Varðar sem haldinn var í Geislagötu 5, 7. janúar síðastliðinn. Ísak Svavarsson var einn í kjöri til formanns og var því sjálfkjörinn. Ísak hefur gegnt formennsku í Verði frá árinu 2025 og setið í stjórn félagsins frá 2022. Sex framboð bárust í jafn mörg sæti í aðalstjórn og voru þeir aðilar því sjálfkjörnir: Arnar Kjartansson Birta Huld Kristjánsdóttir Elín Birna Gunnlaugsdóttir Freydís Lilja Þormóðsdóttir Hafþór Hermannsson Lara Mist Jóhannsdóttir Varastjórn var einnig sjálfkjörin en þeir sem hlutu sæti eru: Embla Kristín Blöndal Ásgeirsdóttir Emílía Mist Gestsdóttir Telma Ósk Þórhallsdóttir Nýrri stjórn er óskað til hamingju með kjörið og góðs gengis á starfsárinu.

Bæjarþing Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldið laugardaginn 10. janúar á Múlabergi á Hótel KEA. Á Bæjarþinginu verða lagðar línurnar fyrir bæjarstjórnarkosningar 16. maí nk. Þingið er opið öllum skráðum meðlimum í Sjálfstæðisflokknum á Akureyri. Dagskrá Kl. 9:30 Innskráning og fundargögn afhent Kl. 10:00 Málefnavinna Kl. 12:00 Hádegishlé á Múlaberg Kl. 13:00 Málefnavinna Kl. 16:00 Samhristingur Skráning á Bæjarþingið Allt Sjálfstæðisfólk á Akureyri hvatt til að mæta og hafa áhrif!

