Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri


Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri var stofnað 10. febrúar 1929

Stjórn kjörin 20. janúar 2025

Formaður

Ísak Svavarsson | 898 0423

Varaformaður

Lara Mist Jóhannsdóttir | 896 2582

Gjaldkeri
Steinar Bragi Laxdal Steinarsson | 895 6471

Ritari

Arnar Kjartansson | 821 2982

Viðburðarstjóri
Áslaug Dröfn Sveinbjörnsdóttir | 857 8248

Samfélagsmiðlastjóri
Elín Birna Gunnlaugsdóttir | 854 3018


Meðstjórnandi
Benjamín Þorri Bergsson | 862 9905

Varastjórn

Einar Svanberg Einarsson | 781 2302

Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir | 857 9898 

Telma Ósk Þórhallsdóttir | 859 5956



Lög Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri

I. kafli: Nafn og tilgangur


1. gr.

Félagið heitir Vörður og er félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri. Lögheimili þess er á Akureyri.


2. gr.
Markmið félagsins er að vinna að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Einnig er markmið þess að berjast fyrir hagsmunum Akureyringa.


3. gr.
Markmiðum þessum hyggst félagið ná með því að fylgja eindregið Sjálfstæðisflokknum að málum, styðja hann við kosningar og vinna að hugsjónum hans. Félagið starfar eftir skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins.

 

II. kafli: Meðlimir


4. gr.

Akureyringar á aldrinum 15-35 ára, sem ekki eru félagar í öðrum stjórnmálaflokkum en Sjálfstæðisflokknum, geta sótt um aðild að félaginu.


5. gr.
Hver sá sem fullnægir skilyrðum 4. gr. getur gengið í félagið. Inntökubeiðnir skulu meðhöndlaðar í samræmi við skipulagsreglur Sjálfstæðisflokksins.


6. gr.
Stjórn félagsins getur vikið úr félaginu hverjum þeim, sem að hennar áliti brýtur lög félagsins eða vinnur gegn stefnu þess. Til þess þarf öll atkvæði stjórnar. Áfrýja má slíkri ákvörðun stjórnarinnar til fulltrúaráðs félagsins.


III. kafli. Stjórn félagsins og starfsemi.


7. gr.

Málefni félagsins annast stjórn félagsins, nefndir sem stjórnin kýs sér til aðstoðar, fulltrúaráð félagsins og almennir fundir.


8. gr.

a) Í stjórn félagsins sitja 7 menn að formanni meðtöldum. Formaður skal kosinn sérstaklega. Stjórnin er kosin á aðalfundi félagsins til eins árs í senn. Einnig skal kjósa þrjá menn í varastjórn. Frambjóðendum til stjórnar og formennsku er heimilt að skila inn framboðsyfirlýsingu til formanns eftir að boðað hefur verið til aðalfundar, en jafnframt er heimilt að lýsa yfir framboði á aðalfundi.


b) Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund skal stjórnin skipta með sér verkum. Kosið skal um embætti varaformanns, ritara og gjaldkera. Hver stjórnarmaður getur einungis gengt einu þessara embætta í einu. Aðrir stjórnarmenn eru meðstjórnendur.


c) Segi formaður af sér embætti tekur varaformaður félagsins sjálfkrafa við formennsku. Gangi stjórnarmaður úr stjórn á starfstíma kjörinnar stjórnar verður fyrsti varamaðursjálfkrafa aðalmaður í stjórn félagsins. Taki enginn varamannanna sæti skal boða til félagsfundar og kjósa nýjan stjórnarmann og varamenn.


9. gr.

Stjórnarfundi skal halda svo oft sem þurfa þykir. Formaður boðar til þeirra og stýrir þeim nema annað sé ákveðið. Stjórnarfundi skal að jafnaði boða með tveggja sólarhringa fyrirvara. Stjórnarfundur er löglegur ef meirihluti stjórnarmanna situr fund. Óski 3 eða fleiri stjórnarmenn eftir stjórnarfundi ber að halda hann innan viku frá því formanni berst slík ósk skriflega. Öllum stjórnarmönnum er heimilt að leggja fram ályktanir á stjórnarfundi. Ályktanir í nafni félagsins verða að hljóta a.m.k. samþykki 4 stjórnarmanna félagsins.


10. gr.
Aðalfund félagsins skal halda árlega og ekki síðar en 15. febrúar og skal boða til hans með minnst viku fyrirvara. Meirihluti stjórnar ákveður fundartíma aðalfundar. Allar kosningar á aðalfundi skulu vera bundnar og skriflegar sé þess sérstaklega óskað. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála og kjöri á aðalfundinum, sbr. þó 15. gr. Verði atkvæði jöfn, ræður hlutkesti. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:


      1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
      2) Skýrsla stjórnar
      3) Skýrsla gjaldkera
      4) Lagabreytingar
      5) Umræður og afgreiðsla stjórnmálaályktunar
      6) Kynning á framboðum til formanns
      7) Kosning formanns
      8) Kynning á framboðum til stjórnar
      9) Kosning stjórnar
      10) Aðrar kosningar
      11) Önnur mál

 

Samþykki aðalfundar þarf til við breytingu á röðun dagskrár.


11. gr.

a) Stjórn félagsins skal kappkosta að rækja hvers konar starfsemi sem líkleg er til að efla félagið og styrkja málstað þess. Fund skal halda ef minnst 10 félagsmenn krefjast þess í bréfi til stjórnarinnar. Fundi félagsins skal boða eins vel og kostur er á.


b) Með góðum fyrirvara fyrir alþingis- og sveitarstjórnarkosningar hefur stjórn félagsins heimild til að skipa nefnd 3-5 manna sem skipuleggi og stjórni öllu kosningastarfi félagsins í umboði stjórnar og í samvinnu við hana.


12. gr.
Fulltrúaráð félagsins samanstendur af þeim einstaklingum sem kosnir hafa verið til setu í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna á Akureyri fyrir hönd Varðar og fyrrverandi formönnum Varðar, sem enn eru í félaginu.


IV. kafli. Tekjur.


13. gr.
Árgjald félagsmanna er frjálst.


14. gr.
Reikningstímabil félagsins er tíminn milli aðalfunda.


V. kafli. Lagabreytingar o.fl.


15. gr.

Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og þarf 2/3 atkvæða fundarmanna til að breytingin nái fram að ganga.


16. gr.
Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn félagsins eigi síðar en tveimur sólarhringum fyrir aðalfund.


17. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.

 


Samþykkt á aðalfundi 6. febrúar 2015