24. apríl 2025
Að þremur árum liðnum

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, Heimir Örn Árnason og Lára Halldóra Eiríksdóttir, fara í grein yfir verk meirihlutans á kjörtímabilinu og það sem framundan er nú þegar rúmt ár er til bæjarstjórnarkosninga.
Með stolti birtum við fyrstu grein á islendingur.is, nýrri glæsilegri heimasíðu Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Frá því að Sjálfstæðisflokkurinn tók við meirihluta í bæjarstjórn, í góðu samstarfi við L – listann og Miðflokkinn, hefur áherslan verið skýr: traust fjármálastjórn, öflug uppbygging innviða og fjölbreytt þjónusta sem mætir raunverulegum þörfum íbúa. Niðurstaðan er einnig skýr: skuldastaða sveitarfélagsins hefur batnað, fjárfestingar hafa aukist og fjölbreytt verkefni á sviði íþrótta, menningar, velferðamála og félagslífs eru í fullum gangi.
Í þessari grein drögum við fram það helsta sem áunnist hefur á kjörtímabilinu og það sem fram undan er. Við trúum því að Akureyrarbær verði áfram fyrirmyndarsamfélag á landsvísu og muni áfram þjóna öllu kjördæminu með sterkum innviðum og frábærri þjónustu. Með sameiginlegu átaki, traustum grunni og framsýnum ákvörðunum höldum við áfram að efla samfélagið okkar.
Við verðum að byrja á því að nefna að ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2024 var kynntur í byrjun apríl en hann sýndi afar góða niðurstöðu í rekstri sveitarfélagsins. Rekstrarniðurstaðan var jákvæð um rúma tvo milljarða króna, sem er umtalsvert betri niðurstaða en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun, sem gerði ráð fyrir afgangi upp á tæplega hálfan milljarð. A- hlutinn er jákvæður um 830 milljónir og aðalsjóður jákvæður um 87 milljónir sem er besta niðurstaða í áratug. Skuldaviðmið samstæðunnar voru í árslok 2024 75% en var 80% árið áður og skuldaviðmið í A – hluta var 54% í árslok en var 56% árið áður.
Einnig ber að nefna að veltufé frá rekstri allar samstæðunnar var í árslok 2024, 5,7 milljarðar og hefur aukist um 1,2 milljarð frá árinu 2022 sem endurspeglar sterka fjárhagsstöðu Akureyrarbæjar og vel heppnaða fjármálastjórn á árinu 2024.
Á þessum þremur árum höfum við lagt ríka áherslu á gott samtal við félag eldri borgara á Akureyri og öldungaráð Akureyrarbæjar. En fjöldi eldri borgara eykst jafnt og þétt og lífsgæði þeirra sem eru að eldast líka. Í upphafi kjörtímabilsins var settur af stað vinnuhópur varðandi Lífsgæðakjarna er þeir eru heiti yfir húsnæði sem er einkum hugsað fyrir eldra fólk þar sem áhersla er á fjölbreytt búsetuform, m.a. hjúkrunarheimili.
Áhersla er lögð á fjölbreytta þjónustu í bland við íbúðarhúsnæði fyrir aðra aldurshópa. Markmiðið er að tryggja áhugavert og aðlaðandi umhverfi, samveru og öryggi um leið og komið er til móts við ólíkar þarfir. Við teljum það vera forgangsverkefni að lífsgæðakjarni fyrir eldri borgara verði að veruleika. En nú nýlega skrifaði bærinn undir samning um hjúkrunarheimili í Þursaholti sem er fyrsta skrefið að lífsgæðakjarna.
Í fræðslu- og lýðheilsuráði hefur margt áunnist á kjörtímabilinu. Þar ber helst að nefna vel heppnaðar gjaldskrárbreytingar í leikskólum, lýðheilsukort, hreyfikort, símafrí í grunnskólum og sífellt endurskoðaða menntastefnu Akureyrarbæjar. Margt fleira væri hægt að nefna en mikilvægasta er að Akureyri verði áfram mikill íþrótta-, útivista og menntabær sem við öll getum verið stolt af.
Áhersla er lögð á fjölbreytta þjónustu í bland við íbúðarhúsnæði fyrir aðra aldurshópa. Markmiðið er að tryggja áhugavert og aðlaðandi umhverfi, samveru og öryggi um leið og komið er til móts við ólíkar þarfir. Við teljum það vera forgangsverkefni að lífsgæðakjarni fyrir eldri borgara verði að veruleika. En nú nýlega skrifaði bærinn undir samning um hjúkrunarheimili í Þursaholti sem er fyrsta skrefið að lífsgæðakjarna.
Í fræðslu- og lýðheilsuráði hefur margt áunnist á kjörtímabilinu. Þar ber helst að nefna vel heppnaðar gjaldskrárbreytingar í leikskólum, lýðheilsukort, hreyfikort, símafrí í grunnskólum og sífellt endurskoðaða menntastefnu Akureyrarbæjar. Margt fleira væri hægt að nefna en mikilvægasta er að Akureyri verði áfram mikill íþrótta-, útivista og menntabær sem við öll getum verið stolt af.
Skipulagsmál eru alltaf mikið til umræðu í öllum sveitarfélögum enda mikilvægt að vandað sé til verka í öllu skipulagi og uppbyggingu. Móa- og holtahverfið er á góðu róli og munu fljótlega vera boðnar út 150 íbúðir í Móahverfinu. Tjaldsvæðisreiturinn verður vonandi boðinn út í vor en gæti mögulega frestast fram á haust en þar er um að ræða afar spennandi byggingarreitur.
Akureyrarbær leggur ríka áherslu á að sinna velferðarmálum vel. Í byrjun marsmánaðar var til að mynda tekinn í notkun nýr íbúðakjarni fyrir fatlað fólk í Hafnarstræti 16. Þar munu búa sex einstaklingar, þar af fimm sem hefja sjálfstæða búsetu í fyrsta sinn. Þar er lögð áhersla á að nýta velferðartækni íbúum og starfsfólki til öryggis og gagns. Fólki með fjölþættan vanda hefur fjölgað í bænum undanfarin misseri. Ákveðið hefur verið að deiliskipuleggja nokkur svæði sem henta undir smáhýsi til að mæta húsnæðisþörfum þessa hóps og hefja sem fyrst uppbyggingu á einu þeirra.
Nú er einungis eitt ár eftir af kjörtímabilinu og tíminn er svo sannarlega fljótur að líða. Það er afar mikilægt að við bæjarfulltrúar höfum hag bæjarbúa að leiðarljósi í öllum okkar störfum. Við munum halda áfram að eiga samtal við bæjarbúa um hvað betur megi fara í okkar fallega bæ og munum áfram gera okkar allra besta til að vinna fyrir ykkur þessa síðustu 13 mánuði kjörtímabilsins.
Með bestu óskum um gleðilegt sumar
Með bestu óskum um gleðilegt sumar
Heimir Örn Árnason
formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri
Lára Halldóra Eiríksdóttir
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri
formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri
Lára Halldóra Eiríksdóttir
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri