30. janúar 2025
Stefán Friðrik endurkjörinn formaður Sleipnis

Stefán Friðrik Stefánsson var endurkjörinn formaður Málfundafélagsins Sleipnis á aðalfundi félagsins í gærkvöldi. Stefán Friðrik hefur gegnt formennsku í Sleipni frá árinu 2011 og setið í stjórn félagsins frá árinu 2006.
Í aðalstjórn voru einnig kjörin: Harpa Halldórsdóttir, Jón Orri Guðjónsson, Jón Oddgeir Guðmundsson og Ragnar Ásmundsson. Í varastjórn voru kjörnir: Davíð Þ. Kristjánsson, Karl Guðmundsson og Karl Ágúst Gunnlaugsson.
Fram kom í skýrslu stjórnar að stjórn Sleipnis hefði fundað tólf sinnum á starfsárinu og félagið haldið fjórtán viðburði.