21. apríl 2025
Vöfflukaffi og útgáfuhóf Íslendings á sumardaginn fyrsta

Við höldum vöfflukaffi venju samkvæmt á sumardaginn fyrsta í Geislagötu 5, 2. hæð, kl. 15:00 til 17:00. Samhliða því opnum við nýja útgáfu vefritsins Íslendings.
9. apríl sl. voru 110 ár liðin frá því fyrsta tölublað Íslendings, sem síðar varð málgagn Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, kom út. Á 86 ára afmæli Íslendings, 9. apríl 2001, var opnað vefrit Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og var því að sjálfsögðu gefið heitið Íslendingur til heiðurs blaðinu. Halldór Blöndal opnaði vefritið í gleðskap í Kaupangi þann dag. Vefritið hefur síðan verið fréttamiðill flokksins hér á Akureyri og þar lögð áhersla á að auglýsa viðburði og birta greinaskrif eftir forystumenn hverju sinni.
Nú fær islendingur.is nýtt útlit og ætlum við að fagna því í útgáfuhófinu. Þar verður nýja útlitið opinberað og boðið uppá veitingar að því tilefni.
Á boðstólnum verða vöfflur eins og venja er á sumardaginn fyrsta og síðan munum við einnig bjóða uppá búbblur í tilefni af nýju útliti vefsíðunnar.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest og fagna sumarkomu og nýjum Íslending.
Gleðilegt sumar!