Okkar Akureyri !
Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins á Akureyri
fyrir bæjarstjórnarkosningar 31. maí 2014
Kæru íbúar!
Akureyri á að vera eftirsóknarvert sveitarfélag til búsetu sem gerir öllum kleift að þroska hæfileika sína og skapa sín eigin tækifæri. Við viljum bæði hafa þá fjölbreytni í leik og starfi sem stórborg hefur upp á að bjóða og samkennd sem einkennir lítil samfélög. Við viljum styrkja einstaklinginn til að ná langt í lífinu, en gæta þess jafnframt að vera með öryggisnet fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda. Við viljum bjóða upp á góða þjónustu fyrir bæjarbúa og skapa frjóan jarðveg fyrir nýsköpun og fjölbreytt atvinnulíf. Við viljum hafa „öll lífsins gæði“ á OKKAR AKUREYRI.
Við gerð stefnuskrár okkar sjálfstæðismanna var rætt við á þriðja hundrað manns. Rætt var við íbúa og starfsmenn Akureyrarbæjar og leitað eftir að fá hugmyndir þeirra og skoðanir. Við teljum að með þessu verklagi höfum við haft lýðræði að leiðarljósi og náð fram viðhorfi þeirra sem veita og nýta þjónustu bæjarins. Við þökkum öllum þeim sem gáfu sér tíma í þetta verkefni fyrir þeirra framlag. Þeir hafa sýnt að þeir vilja allt það besta fyrir bæinn og bæjarbúa.
Markmið kjörtímabilsins 2014-2018:
- Akureyri verði áfram persónulegt, fjölbreytt og eftirsóknarvert sveitarfélag til búsetu.
- Stjórnsýslan verði lifandi, gegnsæ og skilvirk.
- Mótuð verði skýr langtímastefna varðandi málefni bæjarins og verkefnum forgangsraðað.
- Akureyri endurheimti stöðu sína sem forystusveitarfélag á landsbyggðinni.
- Íbúar verði hvattir til að taka þátt í virku samráði um þau mál sem eru efst á baugi hverju sinni.
- Barist verði fyrir mikilvægum hagsmunamálum Akureyringa.
Við hvetjum þig til að kynna þér stefnuskrá okkar vel. Í henni birtist framtíðarsýn þar sem við ætlum að vinna saman og byggja á sterkum grunni Akureyrar. Hagsmunir íbúanna verða ávallt hafðir að leiðarljósi í öllum ákvörðunum. Við ætlum að sýna skynsemi í rekstri. Við bjóðum fram krafta okkar til þjónustu við bæjarbúa og erum öll tilbúin til góðra verka fyrir OKKAR AKUREYRI.
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri
Atvinnumál
Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er undirstaða þess að Akureyri eflist og dafni. Það er mikilvægt að standa vörð um þá atvinnustarfsemi sem fyrir er, en styðja jafnframt við nýja starfsemi og nýsköpun.Greina þarf samkeppnishæfni bæjarins gagnvart öðrum sveitarfélögum til að laða til sín fyrirtæki og halda þeim sem fyrir eru.Akureyrarbær á ekki að hafa bein afskipti af atvinnulífinu en styðja það með samstarfi og samráði.
- Hlúa að samkeppnishæfu umhverfi með hóflegum álögum.
- Öruggar samgöngur og flutningsmöguleika fyrir framleiðslu og aðföng árið um kring.
- Tryggja raforkuflutninga til bæjarins á komandi kjörtímabili.
- Styðja við frumkvöðla- og nýsköpunarstarf.
- Tryggja þarf landrými og hentugar lóðir fyrir fyrirtæki.
- Dysnes er framtíðarsvæði fyrir hafnsækna starfsemi og iðnaðaruppbyggingu.
- Norðurslóðir – Styðjum við uppbyggingu fyrirtækja og stofnana.
- Frekara samstarf á milli AFE, Eyþings og atvinnumálafulltrúa Akureyrarbæjar.
- Leita verði leiða til að efla atvinnulíf í Hrísey og Grímsey.
Ferða- og menningarmál
Mikilvægt er að fjölga ferðamönnum til Akureyrar allt árið um kring en leggja sérstaka áherslu á vetrarferðamennsku. Ferðaþjónustan felur í sér mikil tækifæri varðandi atvinnuuppbyggingu á næstu árum.Lista- og menningarlíf er áberandi þáttur í ímynd bæjarins og laðar að sér bæði gesti og heimafólk.Akureyri er þungamiðja menningarstarfs á landsbyggðinni. Því þarf að viðhalda.
- Áframhaldandi uppbygging í Hlíðarfjalli með mögulegri aðkomu utanaðkomandi aðila.
- Efla markaðssetningu á Akureyri sem áfangastað með áherslu á erlenda ferðamenn.
- Auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll - Air 66.
- Opnunartímar sundlauga, Hlíðarfjalls og safna verði endurskoðaðir með bætta þjónustu að leiðarljósi.
- Efla enn frekar íþróttatengda ferðaþjónustu og ferðaþjónustu sem byggir á sérstöðu svæðisins.
- Kynna eyjarnar Hrísey og Grímsey sem áhugaverða áfangastaði fyrir ferðamenn.
- Endurskoða samstarfssamning um menningarmál milli ríkis og Akureyrarbæjar.
- Koma Sjónlistamiðstöðinni í framtíðarhúsnæðið og efla Listagilið.
- Stuðla áfram að kraftmiklu menningarlífi á sviði sjónlista, tónlistar og sviðslista.
- Fagleg endurskoðun á fyrirkomulagi stjórnunar menningarstofnana.
- Fá hús þjóðskáldanna Davíðs og Nonna viðurkennd sem þjóðargersemar.
Fjölskyldu- og velferðarmál
Húsnæðismál
Akureyrarbærþarf að vera virkur þátttakandi í átaki til að auka framboð á hagkvæmu húsnæði og efla samstarf við húsnæðisamvinnufélög, stéttarfélög, verktaka, fjármálastofnanir og aðra þá aðila er málið varðar. Það þarf að stuðla að ódýrari húsnæðiskostum og auka raunverulegt val fólks hvort það kaupir sér eða leigir húsnæði.
- Gera þarf sambærilega greiningu á íbúðamarkaðiog önnur stærri sveitarfélög hafa látið gera.
- Fýsilegt þarf að vera fyrir verktaka að byggja litlar íbúðir til sölu eða leigu á almennum markaði. Akureyrarbær gæti keypt eða leigt allt að fimm slíkar íbúðir á ári til viðbótar við félagslegt leiguíbúðakerfi.
- Stofnað verði til samstarfs við samvinnufélög og/eða einstaklinga um að koma á fót leigufélagi um langtímarekstur íbúða án hagnaðarkröfu.
Heilsugæsla – Lýðheilsa
Mikilvægt er að stuðla að góðri andlegri og líkamlegri heilsu bæjarbúa. Leggja þarf áherslu á lýðheilsu, forvarnir og heilsueflandi aðgerðir þar sem einstaklingar eru hvattir til þess að bera ábyrgð á eigin heilsu. Það er mikilvægt að styrkja samfélagið og fagaðila til samstarfs. Góð heilsugæsla er ein af grunnstoðum samfélagsins. Nauðsynlegt er að ná nýjum samningi við velferðarráðuneyti um heilsugæslustöðina þar sem gert er ráð fyrir auknum fjárveitingum til rekstrarins.
- Íbúar á Akureyri fái sambærilegt fjármagn frá ríkinu til heilsugæslumála og íbúar á höfuðborgarsvæðinu.
- Stytta biðtíma eftir læknisþjónustu - fjölga heimilislæknum.
- Gera þjónustu heilsugæslunnar skilvirkari með notkun á rafrænni tækni.
- Áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir með ráðgjöf og fræðslu.
- Auka sálfræðiþjónustu innan heilsugæslunnar.
Barnafólk
Á Akureyri er gott að búa. Þar er fjölbreytt þjónusta og skilyrði fyrir barnafólk með ágætum. Akureyri á áfram að vera fjölskylduvænn bær og eftirsóttur til búsetu. Hér á að vera gott að alast upp og aðstæður barna og ungmenna til að njóta æskunnar og búa sig undir framtíðina eiga að vera sem bestar. Mikilvægt er að ávallt sé fjölbreytt úrval af afþreyingu og menntun fyrir íbúa.Öll þjónusta bæjarins þarf að taka mið af þörfum fjölskyldunnar.
- Virk og lifandi fjölskyldu- og velferðarstefna sem endurskoðuð er reglulega með tilliti til aðstæðna í samfélaginu á hverjum tíma.
- Öflugt ráðgjafastarf og markviss stuðningur við fjölskyldur í vanda til að draga úr líkum á neikvæðum langtímaáhrifum.
- Styttri sumarlokanir í leikskólum og meiri sveigjanleiki fyrir foreldra varðandi sumarfrí barna sinna.
- Öflug fræðsla og námskeið fyrir foreldra nýfæddra barna, við leikskólaaldur, grunnskólaaldur og unglingastig í samstarfi við leik- og grunnskóla sem og heilsugæsluna.
- Markvissari þjónusta og virk úrræði fyrir börn og unglinga í miklum vanda.
Eldri borgarar
Lífsgæði eldra fólks eru meðal annars fólgin í góðri heilsu og umhverfi sem hvetur til virkrar þátttöku og sjálfstæðis. Gera þarf eldri borgurum kleift að búa eins lengi og frekast er unnt í eigin húsnæði. Tryggja þarf að þjónusta við aldraða taki mið af því og að íbúar geti verið öruggir og sem lengst virkir í samfélaginu.
- Fjölbreytt val um búsetu.
- Skoða þörf og áhuga á byggingu íbúða sem bjóða upp á sólarhringsþjónustu.
- Persónuleg og einstaklingsmiðuð þjónusta.
- Umhverfi sem hvetur til virkrar þátttöku og sjálfstæðis.
- Leggja áherslu á heilsueflingu og tryggja gott aðgengi og fjölbreytt val á líkamsrækt og tómstundum.
- Öldrunarráð sem stjórnendur bæjarins hafi samráð við í málefnum eldri borgara.
- Upplýsinga- og samskiptatækni í þágu aldraðra sé efld.
- Unnið sé áfram í samstarfi við ungt fólk að kennslu eldri borgara á tölvubúnað.
- Leggja áherslu á heilsueflandi heimsóknir.
- Heimahjúkrun verði efld.
- Aukið framboð á hvíldarinnlögnum.
- Tryggja að hjón og sambýlisfólk eigi þess kost að eyða ævikvöldinu saman.
Fatlað fólk
Lífsgæði fatlaðs fólks eru að stórum hluta fólgin í því að eiga fjölbreytt val um búsetu og að umhverfið sé hvetjandi til virkrar þátttöku og sjálfstæðis. Virðing fyrir vali fatlaðra einstaklinga og aðstandenda þeirra um lífsstíl og búsetu er forsenda þess að svo megi vera. Tryggja þarf að þjónusta við fatlað fólk á Akureyri taki mið af því að það geti verið öruggt, sjálfstætt og virkt.
- Leggja áherslu á þjónandi leiðsögn í samskiptum starfsfólks og notenda.
- Öflug fræðsla fyrir fatlað fólk og aðstandendur þeirra.
- Búningsaðstaða í íþróttamannvirkjum taki mið af þörfum fatlaðs fólks.
- Gera úttekt á aðgengi fatlaðs fólks að mannvirkjum og útivistarsvæðumbæjarins og bæta ef þörf er á.
- Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) í samstarfi við velferðarráðuneytið verði áfram valkostur.
- Merkingar á bílastæðum fyrir fatlað fólk taki mið bæði af sumar- og vetrartíma.
- Fjölbreyttari dægradvöl yfir sumartímann.
Ungt fólk
Ungt fólk þarf að sjá tækifæri í því að búa á Akureyri. Skoðanir ungs fólks skipta máli í umræðu um stjórnun bæjarins í öllum málaflokkum. Rödd unga fólksins þarf að heyrast í ríkari mæli. Það þarf að tryggja að á ungt fólk sé hlustað og skoðanir þess virtar.
- Ungmennaráð verði virkur samráðsvettvangur við bæjaryfirvöld. Starfsemi ráðsins verði tengd við nemendaráð grunnskóla og stjórnir nemendafélaga framhaldsskóla og háskóla.
- Öflug og fjölbreytt forvarnafræðsla fyrir unglinga og foreldra þeirra.
- Boðið verði upp á námskeið fyrir ungt fólk um foreldrahlutverkið.
- Fjölbreytt framboð tómstunda.
- Leitað verði leiða í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir til þess að virkja þau ungmenni sem eru utan skóla eða án atvinnu og félagslega óvirk.
Fræðslumál
Standa skal vörð um Skólabæinn Akureyri.Tækifærin felast í framtíðinni og þvímikilvægt að hagsmunir nemenda séu ávallt hafðir að leiðarljósi. Skólakerfið þarf að vera sveigjanlegt ogbúa yfir bæði valfrelsi og sjálfstæði.Það þarf að standast nútímakröfur og starfshættir eiga að taka mið af niðurstöðum menntarannsókna eins og kostur er. Kenna þarf nemendum í samstarfi við heimilin að virða grundvallarþætti eins og mannréttindi, jafnrétti og lýðræði. Leggja ætti aukna áherslu á gagnrýna hugsun, skapandi starf, félagslega færni og styrkja sjálfsmynd og siðvit. Árangur í læsi er grundvallarforsenda þess að nemendum gangi vel í námi og lestrarfærni er undirstaða lífsgæða hvers einstaklings í tæknivæddu samfélagi.
- Mikilvægt er að efla og styrkja starfsþróun starfsmanna leik- og grunnskóla.
- Áhersla lögð á list- og verkgreinar í skólum.
- Þáttur upplýsinga- og samskiptatækni verði aukinn í öllu skólastarfi.
- Spjaldtölvur eða sambærileg tæki verði til staðar fyrir nemendur og kennara og samhliða lögð áhersla á starfsþróun kennara og stefnumörkun í tækni.
- Brýnt er að ljúka strax framkvæmdum við Naustaskóla.
- Auka þarf samvinnu á milli skólastiga með það að markmiði að draga úr brottfalli nemenda.
- Grunnskólar hafi val um að bjóða 5 ára börnumskólavist.
- Aukaþarf samvinnu við framhaldsskólana, Símey og atvinnulífið í þeim tilgangi að kynna fyrir nemendum ólíkar leiðir í námi og á vinnumarkaði. Sérstaklegaskal hugað að iðn- og tæknigreinum.
- Setja samræmd metanleg árangursviðmið í leik- og grunnskólum. Gera úrbótaáætlanir ef þörf þykir.
- Skoða áhuga á að kennsla í grunnskólumhefjist seinna á morgnana en nú er.
- Allir skólar búi við sambærilega aðstöðu og grunnbúnað í samræmi við samþykkta skilgreiningu, sem unnin verði á kjörtímabilinu.
- Komið verði á fót „Fablab“ stofu á Akureyri til að styðja við nýsköpun og tæknimennt.
- Skoða möguleika á fleiri rekstrarformum grunnskóla.
Íþrótta- og tómstundamál
Aðbúnaður til íþrótta- og tómstundaiðkunar er góður á Akureyri. Áfram þarf að vinna að framþróun en auka áherslu á samstarf við menntastofnanir, aukin gæði í félagsstarfinu og betra aðgengi fyrir alla. Mikilvægt er að íþróttastarf í skólum og íþróttafélögum sveitarfélagsins stuðli að góðri líkamlegri- og andlegri heilsu barna og unglinga, styrki sjálfsmynd þeirra, auki vellíðan og geri þau hæfari til að takast á við skólastarfið og lífið framundan.
- Íþrótta- og tómstundaávísun verði hækkuð í 20 þúsund krónur fyrir börn á aldrinum 6 -18 ára.
- Auka áherslu á hreyfingu í frístund grunnskóla.
- Samræma skipulag á æfingatímum og leiðarkerfi strætó.
- Skoðuð verði hagkvæmni þess að færa yfirstjórn íþróttamála til ÍBA.
- Bjóða valgreinar í grunnskólum í íþróttaþjálfun og hópstjórnun.
- Móta langtímastefnu og gera framkvæmdaáætlun varðandi aðstöðu til íþróttaiðkunar.
- Kanna hvort íþróttaæfingar, listir og nám geti í einhverjum tilfellum komið í stað sumarvinnu hjá ungmennum sem skara fram úr á þessum sviðum.
Mannréttindi og samfélag
Akureyrarbær hefur náð góðum árangri í jafnréttis- og mannréttindamálum. Þá stöðu þarf að verja og vinna áfram að. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um að grunnréttindi barna séu virt hefur verið lögfestur á Íslandi og er mikilvægt að innleiða ákvæði hans inn í stjórnkerfi bæjarins.
- Samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið við alla stefnumótun og áætlanagerð.
- Styðja við starfsemi frjálsra félagasamtaka á Akureyri sem vinna að mannréttindamálum.
- Tryggja þjónustu og ráðgjöf við innflytjendur.
- Móta og innleiða mannréttindastefnu.
Skipulags-, umhverfis- og framkvæmdamál
Miðbærinn
Miðbærinn er hjarta Akureyrar. Þar á að vera líf. Þar þarf því að vera fjölbreytt afþreying fyrir gesti og gangandi og huga sérstaklega að börnum í því samhengi. Miðbærinn á að vera hlýlegur og vel hirtur. Það þarf að mæta sjónarmiðum þeirra sem eiga erindi í verslanir eða veitingastaði og staldra stutt við. Bílastæði þurfa að vera næg og umferðin að ganga greiðlega fyrir sig. Miðbærinn á að vera stolt okkar bæjarbúa.
- Glerárgata verði ekki þrengd – nýrra raungagna verði aflað um umferðarþunga og -öryggi.
- Bílastæði í miðbænum verði í samræmi við þörf – byggt verði bílastæðahús.
- Staðsetning samgöngumiðstöðvar í nýju skipulagi verði endurskoðuð.
- Skipulag sem laðar til sín mannlíf og starfsemi.
- Umhirða og hreinsun verði til prýði.Gera miðbæinn hlýlegri.
Umhverfismál
Umhverfismál skipta bæjarbúa miklu máli. Undir þau falla útivistarsvæði, náttúruvernd, fráveita og sorphirða. Hér þarf Akureyrarbær að ganga á undan með góðu fordæmi. Útivistarsvæði þurfa að vera þannig að sómi sé að. Þau þurfa að vera örugg, snyrtileg og aðgengileg svo allir sem þau sæki fái notið þeirra.
- Tafarlaust verði farið í nauðsynlegar framkvæmdir við fráveituna.
- Þriggja hólfa kerfi (2 tunnur) í flokkun heimilissorps.
- Styðja við framleiðslu á eldsneyti með endurvinnslu – Orkuklasinn.
- Við endurnýjun bifreiðaflota bæjarins verði horft til þess að kaupa bíla og tæki sem nýta umhverfisvæna orkugjafa.
- Klára sem fyrst að gróðursetja tré í græna trefilinn umhverfis Akureyri.
- Lagfæra og snyrta græn svæði.
- Gott aðgengi fyrir alla í Kjarnaskógi og Naustaborgum.
- Haldið verði áfram þeirri öflugu uppbyggingu göngu- og hjólreiðastíga sem hófst árið 2000.
- Skipuleggja reiðleiðir í Glerárdal.
- Glerá og umhverfi hennar eflt sem útivistarsvæði og göngustígur lagður sunnan Glerár.
- Áfram verði unnið að uppbyggingu á aðstöðu fyrir siglingafólk.
Byggingarsvæði
Akureyrarbær hefur þanist út á síðustu áratugum. Við frekari uppbyggingu er mikilvægt að huga vel að nýtingu þeirra mannvirkja og innviða sem fyrir eru í bænum svo sem fráveitu, gatna og skóla. Ný byggingasvæði þurfa að vera tengd almenningssamgöngum.
- Fjölbreytt framboð byggingarlóða.
- Vel útfært skipulag sem tekur mið afgóðri nýtingu byggingarlóða.
- Byggingalóðir fyrir íbúðir eldri borgara.
- Byggingalóðir fyrir minni og ódýrari íbúðir.
- Gatnaframkvæmdir verði ávallt á undan eða samhliða uppbyggingu hverfa.
- Götuheiti í stafrófsröð í nýjum hverfum.
Umferðaröryggi
Öryggi bæjarbúa í umferðinni er mikilvægt. Víða má bæta öryggi í bænum og þá sérstaklega fyrir börn.
- Vel merktum og upplýstum gangbrautumverði fjölgað í bænum.
- Öruggar leiðir til og frá skóla allt árið.
- Snjómokstur þarf að vera góður og gæta þarf þess að snjóruðningar valdi ekki slysahættu.
- Unnin verði öryggisúttekt á umferðarmálum. Ákvarðanir um gatnagerð, undirgöng og göngubrýr verði teknar í kjölfarið.
- Hafist verði handa við gerð hringtorgs á gatnamótum Miðhúsabrautar og Þingvallastrætis.
Stjórnsýslan – Bærinn okkar
Stjórnsýsla Akureyrarbæjar, kjörnir fulltrúar og starfsmenn, eru í forystuhlutverki við að móta sýn og stefnu bæjarfélagsins með hliðsjón af viðhorfum og vilja bæjarbúa. Hún stendur vörð um kjörorðin „Akureyri – öll lífsins gæði.“ Stjórnsýslan á að vera lifandi, gegnsæ, skilvirk og taka mið af þörfum og markmiðum á hverjum tíma. Endurskoða þarf reglulega hvort skipulag stjórnkerfisins þjóni þeim hagsmunum sem því er ætlað. Það er hlutverk kjörinna fulltrúa á hverjum tíma að sinna eftirliti og stefnumótun.
- Sýna ábyrgð í rekstri og gæta aðhalds.
- Vinna að því að auka kostnaðarvitund bæjarbúa með aukinni upplýsingagjöf.
- Aukin rafræn stjórnsýsla.
- Aukin aðkoma íbúa að ákvarðanatöku og aukið vægi hverfisnefnda.
- Íbúakosningar um álitamál.
- Embættismenn verði ráðnir tímabundið til fimm ára í senn.
- Mótuð verði skýr langtímastefna varðandi málefni bæjarins og verkefnum forgangsraðað.
- Þjónustukannanir verði gerðar með reglulegu millibili um sem flesta þætti stjórnsýslunnar og niðurstöðurþeirraverði nýttar með markvissum hætti til úrbóta.
- Áhersla á gott samráð við hagsmunaaðila.
- Útvistun verkefnaþar sem það er talið hagkvæmt og æskilegt.
- Áætlanagerð sé skilvirk og byggð á sem bestum gögnum á hverjum tíma.
- Karlar og konur hjá Akureyrarbæ njóti sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf.
Mikilvæg hagsmunamál Akureyringa sem sjálfstæðisfólk ætlar að berjast fyrir
- Standa vörð um flugvöllinn í Vatnsmýrinni.
- Tryggja næga raforkuflutninga til sveitarfélagsins.
- Standa vörð um Sjúkrahúsið á Akureyri.
- Bæta aðstöðu fyrir millilandaflug í samstarfi við ríkið og Isavia.
- Auka samstarf milli Háskólans á Akureyri og Akureyrarbæjar.
- Hvetja til að hægt verði að klára sem flestar iðngreinar í VMA.
- Hvetja til að nám í verk- og tæknimenntun á háskólastigi verði eflt á Akureyri.
- Hvetja til sameiningar sveitarfélaga.
- Skoða möguleika á samstarfi við ríkið og félagasamtök um rekstur kvennaathvarfs.
- Hvetja til uppbyggingar á nýjum Kjalvegi.
- Hvetja til lagabreytinga svo heimilislæknar geti stofnað samlag.
- Ná betra samstarfi við stofnanir ríkisins varðandi gagnamiðlun.
- Vinna að því að fá fjárveitingar til reksturs geðverndarmiðstöðvar og athvarfs á Akureyri.