Lög KUSNA

LÖG Kjördæmissamtaka ungra Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi

 

1. gr.
Félög ungra Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi mynda með sér samtök er nefnast Kjördæmissamtök ungra sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi, hér eftir nefnd KUSNA. 

2. gr.
Hlutverk KUSNA er að stuðla að auknum samskipum og samráði félaga ungra sjálfstæðismanna í kjördæminu og vinna að eflingu innra starfs. Samtökin starfa í samræmi við ákvæði í lögum SUS um kjördæmissamtök.

3. gr.
Allir ungir sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi eiga aðild að samtökunum og setu- og tillögurétt á fundum Kjördæmissamtakanna.

4. gr.
Aðalfundur samtakanna skal haldinn samhliða aðalfundi Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, nema komi upp sérstakar aðstæður og mun þá stjórn KUSNA boða til aðalfundar með tryggilegum hætti með minnst 3ja vikna fyrirvara og ákveða fundarstað. Setu- og tillögurétt á aðalfundi KUSNA eiga allir ungir Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi. Þeir ungu sjálfstæðismenn sem hafa atkvæðisrétt á kjördæmisþingi Sjálfstæðisflokkins í Norðausturkjördæmi hafa einir atkvæðisrétt á aðalfundi KUSNA.

5. gr.

Stjórn KUSNA er skipuð formönnum félaga ungra sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi og aðalstjórnarmönnum í SUS. Varastjórn er skipuð varaformönnum í félögum ungra sjálfstæðismanna og varastjórnarmönnum í SUS.  Stjórnir félaganna geta tilnefnt einstaklinga til þess að vera aðal eða varamenn í KUSNA í stað formanns eða varaformanns.

Ungliðafélög með fleiri en 200 félagsmenn fá heimild til að skipa í eitt stjórnarsæti að auki. Ef formaður félags er jafnframt í stjórn SUS þarf félag hans að tilnefna nýjan stjórnarmann af hálfu félagsins í stjórn KUSNA.

6. gr.
Dagskrá aðalfundar KUSNA skal vera eftirfarandi:

 

Skýrsla fráfarandi stjórnar
Lagabreytingar
Kjör formanns
Stjórnarkjör
Önnur mál

7. gr.
Stjórnarfundi skal halda svo oft sem þurfa þykir. Formaður boðar til þeirra og stýrir þeim nema annað sé ákveðið. Stjórnarfundi skal boða með tryggilegum hætti. KUSNA er ekki ályktunarbært. Stjórn KUSNA hefur heimild til að skipa starfsnefndir.

8. gr.
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og þarf 2/3 hluta atkvæða allra atkvæðisbærra fundarmanna til að breytingin nái fram að ganga. Tillögur að lagabreytingum skulu berast stjórn KUSNA eigi síðar en viku fyrir aðalfund og skal þeim dreift til fundarmanna í upphafi fundar.

9. gr.
Nú óska a.m.k. 50 ungir sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi skriflega eftir því við stjórn KUSNA að félagsfundur verði haldinn um tiltekið mál og skal stjórnin þá verða við þessari ósk eigi síðar en 14 dögum eftir að henni barst erindið.

10. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.

 
-          Þannig samþykkt á aðalfundi KUSNA á Akureyri 30. september 2006 með breytingu á aðalfundi á Akureyri 27. september 2014

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  | Aðsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook