Fréttir

Bæjarmálafundur 31. mars

Bæjarmálafundur 31. mars

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 mánudaginn 31. mars kl. 17:30 í Geislagötu 5, 2. hæð. Rætt um stöðuna í bæjarmálunum; helstu mál á dagskrá bæjarstjórnarfundar og helstu verkefnin í pólitíkinni. Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Við viljum jafnan rétt foreldra

Við viljum jafnan rétt foreldra

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir skrifa um mikilvægi á jöfnum rétti til fæðingarorlofs. "Jafnrétti er einn af hornsteinum stefnum Sjálfstæðisflokksins, enda byggir það á frelsi einstaklingsins. Með því telja sjálfstæðismenn að grunnur sé lagður að góðum lífskjörum og velferð samfélagsins alls. Sjálfstæðismenn skilja að sterkt fæðingarorlofskerfi er mikið jafnréttismál."

Fjölmenni á afmælisfundi Málfundafélagsins Sleipnis með forystu Sjálfstæðisflokksins

Fjölmenni á afmælisfundi Málfundafélagsins Sleipnis með forystu Sjálfstæðisflokksins

Nýkjörin forysta Sjálfstæðisflokksins; Guðrún Hafsteinsdóttir, Jens Garðar Helgason og Vilhjálmur Árnason voru gestir á fjölmennum afmælisfundi Málfundafélagsins Sleipnis í sjálfstæðissalnum í Geislagötu 5 í gærkvöldi. Sleipnir fagnaði þar 85 ára afmæli félagsins. Boðið var upp á afmælistertu með kaffinu og hressandi pólitíska umræðu.

Til fundar við fólkið

Til fundar við fólkið

Ný forysta Sjálfstæðisflokksins heldur nú í fundaferð um allt land til að ræða um stöðuna í stjórnmálunum. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar um fundaferðina og verkefnið framundan í grein í Morgunblaðinu um helgina. "Markmiðið er skýrt: Við ætlum að efla og stækka flokkinn á landsvísu, tryggja trausta stjórnun í sveitarfélögum um allt land og sýna að sjálfstæðisstefnan skilar árangri."

Vannýttur vegkafli í G-dúr

Vannýttur vegkafli í G-dúr

Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fjallar í grein um Dettifossveg. Þrátt fyrir mikla fjárfestingu hafi Vegagerðin ákveðið að beita svokallaðri G-reglu við vetrarþjónustu á veginum sem þýði að hann sé aðeins mokaður í viku. Það sé með öllu óásættanlegt.

Afmælisfundur Sleipnis með forystu Sjálfstæðisflokksins 26. mars

Afmælisfundur Sleipnis með forystu Sjálfstæðisflokksins 26. mars

Málfundafélagið Sleipnir verður 85 ára þann 26. mars nk. Af því tilefni verða Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins, gestir á fundi Sleipnis miðvikudaginn 26. mars nk. kl. 19:30. Allir velkomnir - boðið upp á léttar veitingar

Bæjarmálafundur 17. mars

Bæjarmálafundur 17. mars

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 mánudaginn 17. mars kl. 17:30 í Geislagötu 5, 2. hæð. Rætt um stöðuna í bæjarmálunum; helstu mál á dagskrá bæjarstjórnarfundar og helstu verkefnin í umhverfis- og mannvirkjaráði. Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  | Aðsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook