Flýtilyklar
Allar greinar
Við viljum jafnan rétt foreldra
Greinar|
27.03.2025 |
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir skrifa um mikilvægi á jöfnum rétti til fæðingarorlofs. "Jafnrétti er einn af hornsteinum stefnum Sjálfstæðisflokksins, enda byggir það á frelsi einstaklingsins. Með því telja sjálfstæðismenn að grunnur sé lagður að góðum lífskjörum og velferð samfélagsins alls. Sjálfstæðismenn skilja að sterkt fæðingarorlofskerfi er mikið jafnréttismál."
Til fundar við fólkið
Greinar|
24.03.2025 |
Ný forysta Sjálfstæðisflokksins heldur nú í fundaferð um allt land til að ræða um stöðuna í stjórnmálunum. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar um fundaferðina og verkefnið framundan í grein í Morgunblaðinu um helgina. "Markmiðið er skýrt: Við ætlum að efla og stækka flokkinn á landsvísu, tryggja trausta stjórnun í sveitarfélögum um allt land og sýna að sjálfstæðisstefnan skilar árangri."
Vannýttur vegkafli í G-dúr
Greinar|
22.03.2025 |
Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fjallar í grein um Dettifossveg. Þrátt fyrir mikla fjárfestingu hafi Vegagerðin ákveðið að beita svokallaðri G-reglu við vetrarþjónustu á veginum sem þýði að hann sé aðeins mokaður í viku. Það sé með öllu óásættanlegt.
Kveðjuræða Bjarna Benediktssonar á formannsstóli
Greinar|
28.02.2025 |
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti kveðjuræðu sína á formannsstóli í dag þegar hann setti landsfund Sjálfstæðisflokksins. Hér má lesa ræðuna í heild sinni. Bjarni lætur af formennsku á sunnudag þegar nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, fyrsta konan á formannsstóli, verður kjörin.
Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019
Greinar|
18.02.2025 |
Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar, fjallar í greinaskrifum um síaukinn ferðakostnað barna í íþrótta- og tómstundastarfi á landsbyggðinni meðan framlag ríkisins hafi ekki fylgt verðlagi.
Landsfundur nýrra tækifæra
Greinar|
04.02.2025 |
Diljá Mist Einarsdóttir, alþingismaður, fjallar í grein um væntanlegan landsfund Sjálfstæðisflokksins, stærstu stjórnmálasamkomu landsins. Þar verði stórkostlegt tækifæri fyrir sjálfstæðismenn til þess að skerpa línurnar og móta áfram mikilvæga stefnu og sýn fyrir Ísland til framtíðar.
Opið bréf til samgönguráðherra
Greinar|
03.02.2025 |
Njáll Trausti Friðbertsson og Vilhjálmur Árnason, alþingismenn Sjálfstæðisflokksins, skrifuðu opið bréf til samgönguráðherra og fóru þar yfir málefni Reykjavíkurflugvallar, forgangsröðun mála og fjármögnun þeirra, og minna á mikilvægi Reykjavíkurflugvallar sem öryggisinnviðar, það hlutverk hafi frekar aukist á tímum jarðelda og annarra náttúruhamfara, óstöðugleika í heimsmálunum og aukinnar flugumferðar til og frá landinu, auk mikilvægis sjúkraflugsins.