Flýtilyklar
45. landsfundur Sjálfstæðisflokksins um helgina
45. landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn helgina 28. febrúar - 2. mars nk. Landsfundur fer með æðsta vald í málefnum flokksins og þar er stefna hans mótuð. Hann er stærsta stjórnmálasamkoma á Íslandi og störf hans hafa mikil áhrif, bæði inn í stjórnmálin en einnig út á við til þjóðarinnar.
Á fundinum verður kjörinn nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, sá tíundi í röðinni - eftirmaður Bjarna Benediktssonar, fyrrum forsætisráðherra, sem hefur gegnt formennsku frá árinu 2009. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir hafa gefið kost á sér til formennsku og kynnt framboð sitt á fundum vítt og breitt um landið á undanförnum vikum.
Seturétt á landsfund eiga flokksráðsfulltrúar flokksins auk þess sem félög og fulltrúaráð kjósa fulltrúa til setu á fundinum.
- Til þess að sjá hvort þú sért í flokksráði (og þar með sjálfkjörin) ferðu á mínar síður – Flokkurinn – Núverandi trúnaðarstörf – Flokksráð og/eða Sjálfkjörin/n á landsfund
- Fulltrúar sem kosnir hafa verið á landsfund geta séð það á mínum síðum – Flokkurinn – Núverandi trúnaðarstörf – Kjörin/n á landsfund.
Landsfundur verður formlega settur með yfirlitsræðu Bjarna Benediktssonar, fráfarandi formanns Sjálfstæðisflokksins, síðdegis á föstudegi kl. 16:30 en málefnastarf hefst í Laugardalshöll fyrir hádegi.
Hóf fyrir landsfundarfulltrúa í Norðausturkjördæmi verður á föstudagskvöldinu í sal Flugvirkjafélagsins í Borgartúni 22 (gamla Karphúsið) á 3. hæð kl. 19:30 til 22:00. Léttar veitingar í boði. Hóf Sambands ungra sjálfstæðismanna verður í Sykursal í Grósku frá kl. 21:00.
Landsfundarhóf verður í Laugardalshöll á laugardagskvöldinu milli kl. 19:00 og 01:00.
Afhending kjörgagna fer fram í Laugardalshöll frá kl. 09:00 á sunnudagsmorgni.
Allar nánari upplýsingar:
Dagskrá fundarins
Landsfundargjöld
Tilboð fyrir landsfundarfulltrúa
Drög að ályktunum landsfundar
Tillögur um breytingar á skipulagsreglum
Landsfundarhófið