Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Akureyrar 29. janúar

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Akureyrar verður haldinn í húsnæði flokksins Geislagötu 5, 2 hæð, gengið inn að norðan, miðvikudaginn 29. janúar nk. kl. 20:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og umræða um landsfund Sjálfstæðisflokksins.

Sérstakir gestir fundarins verða Jens Garðar Helgason og Njáll Trausti Friðbjörnsson, alþingismenn Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi, samkvæmt lögum Sjálfstæðisfélags Akureyrar:


1. Skýrsla stjórnar

2. Reikningsskil – (Stjórn Sjálfstæðisfélags Akureyrar hefur falið fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri umsjón með reikningum félagsins sem heimild er fyrir skv. 13. grein laga Sjálfstæðisfélags Akureyrar)

3. Ákvörðun árgjalds

4. Lagabreytingar – (engin tillaga á dagskrá fundarins)

5. Kosning formanns og stjórnar

6. Kosning fulltrúa í fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri.

7. Kosning fulltrúa í kjördæmisráð Norðausturkjördæmis

8. Staðan í landsmálunum - Njáll Trausti Friðbertsson tekur til máls

9. Umræða um landsfund Sjálfstæðisflokksins

10. Önnur mál


Framboð til stjórnar skal tilkynna til formanns Sjálfstæðisfélags Akureyrar.


Stjórn Sjálfstæðisfélags Akureyrar


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  | Aðsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook