Berglind Ósk Guðmundsdóttir kjörin formaður fulltrúaráðs

Berglind Ósk Guðmundsdóttir var kjörin formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri á aðalfundi í kvöld. Berglind Ósk var alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 2021-2024 og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri 2018-2021.

Auk Berglindar Óskar voru Sólveig María Árnadóttir, Valdemar Karl Kristinsson og Þórhallur Jónsson kjörin í aðalstjórn fulltrúaráðs á aðalfundinum.

Auk þeirra sitja í stjórn formenn sjálfstæðisfélaganna á Akureyri;

Gerður Ringsted, formaður Varnar, félags sjálfstæðiskvenna
Ísak Svavarsson, formaður Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna
Jón Þór Kristjánsson, formaður Sjálfstæðisfélags Akureyrar
Kristinn Frímann Árnason, formaður Sjálfstæðisfélags Hríseyjar
Stefán Friðrik Stefánsson, formaður Málfundafélagsins Sleipnis

Í varastjórn fulltrúaráðs voru kjörin: Kristján Blær Sigurðsson, Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir, Hildur Brynjarsdóttir og Ásgeir Högnason.

 


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  | Aðsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook