Ellefu hafa gefið kost á sér í röðun

Ellefu hafa tilkynnt um framboð í efstu sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar sem fram fara 30. nóvember.  Raðað verður á lista flokksins á morgun, á tvöföldu kjördæmisþingi sem fram fer í Skjólbrekku í Mývatnssveit.

Fyrst verður kosið um fimm efstu sætin, þar sem aðal- og varamenn í kjördæmisráði hafa atkvæðisrétt, allt að 260 manna hópur. 

Frambjóðendur í oddvitasætið:

  • Jens Garðar Helgason, 47 ára, Eskifirði.
  • Njáll Trausti Friðbertsson, 54 ára, Akureyri.

Frambjóðendur í 2. sæti:

  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir, 31 ára, Akureyri.
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir, 48 ára, Egilsstöðum.
  • Valgerður Gunnarsdóttir, 69, Norðurþingi.

Frambjóðendur í 3. sæti:

  • Almar Marinósson, 43 ára, Þórshöfn.
  • Jón Þór Kristjánsson, 33 ára, Akureyri.
  • Ketill Sigurður Jóelsson, 38 ára, Akureyri.
  • Kristinn Karl Brynjarsson, 58 ára, Reyðarfirði.

Tvö bjóða sig fram í önnur sæti:

  • Telma Ósk Þórhallsdóttir, 19 ára, Akureyri (í 3.- 5. sætið).
  • Þorsteinn Kristjánsson, 27 ára, Akureyri (í 4. sætið).

Fyrst verður kosið í 1. sæti og þegar niðurstaða þar liggur fyrir er kosið í 2. sætið og svo koll af kolli. Frambjóðandi sem ekki hlýtur brautargengi í ákveðið sæti getur því boðið sig fram að nýju í næsta sæti.

Eftir að raðað hefur verið í fimm efstu sætin verður kosið um tillögu kjörnefndar um 6. - 20. sæti.

Framboðsfrestur er þar til á morgun svo enn þeim gæti enn fjölgað sem bjóða sig fram.

Kynning á frambjóðendum í Röðun


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  | Aðsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook