Flýtilyklar
Fjölmenni á afmælisfundi Málfundafélagsins Sleipnis með forystu Sjálfstæðisflokksins
Nýkjörin forysta Sjálfstæðisflokksins; Guðrún Hafsteinsdóttir formaður, Jens Garðar Helgason varaformaður, og Vilhjálmur Árnason ritari, voru gestir á fjölmennum afmælisfundi Málfundafélagsins Sleipnis í sjálfstæðissalnum í Geislagötu 5 í gærkvöldi.
Málfundafélagið Sleipnir fagnaði þar 85 ára afmæli félagsins. Boðið var upp á afmælistertu með kaffinu og hressandi pólitíska umræðu. Í upphafi fundarins flutti Stefán Friðrik Stefánsson, formaður, ræðu og færði fundinum afmæliskveðjur frá Halldóri Blöndal, heiðursfélaga Sleipnis, Njáli Trausta Friðbertssyni, alþingismanni, sem komst ekki vegna anna á öðrum vettvangi, og Kristni Frímanni Árnasyni, formanni Sjálfstæðisfélags Hríseyjar og fyrrum formanni kjördæmisráðs.
Forysta flokksins gerir víðreist nú um þessar mundir og hittir sjálfstæðismenn um allt land og fer yfir stöðuna í pólitíkinni. Eftir góðar ræður hjá forystunni gæddu fundarmenn sér á kaffiveitingunum og eftir fundarhléð komu spurningar úr sal og forystan svaraði. Í fundarlok hélt umræðan áfram og var setið langt fram eftir kvöldi yfir spjalli með forystu flokksins.
Myndir frá afmælisfundinum