Flýtilyklar
Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins 31. ágúst
Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn síðustu helgina í ágúst, laugardaginn 31. ágúst á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13:00.
Dagskrá fundarins
Til að kanna hvort þú sért í flokksráði skráir þú þig inn á „Mínar síður“ með rafrænum skilríkjum á xd.is. Þar er valinn flipinn ,,flokkurinn“ en þar birtast núverandi trúnaðarstörf. Þar stendur ,,flokksráð“ ef þú ert í því. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu flokksins (xd@xd.is) ef þú telur þig vera í flokksráði, en það birtist ekki undir flipanum.
Þess má geta að meðal sjálfkjörinna í flokksráði eru allir þingmenn og flokksbundnir fyrrverandi þingmenn, auk sveitarstjórnarmanna í aðalsætum, stjórnum kjördæmisráða, formönnum allra félaga og ráða. Lesa má í 9. gr. skipulagsreglna flokksins hér um alla þá sem sjálfkjörnir eru.
Sérstök afsláttarkjör fyrir fundargesti utan af landi má finna hér.