Flýtilyklar
Fundur með Guðlaugi Þór og Njáli Trausta 29. ágúst
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri boðar til fundar í Geislagötu 5 fimmtudaginn 29. ágúst kl. 11:30.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, og Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, flytja framsögu og svara fyrirspurnum.
Rætt um stöðuna í pólitíkinni í byrjun þingvetrar og þau mál sem ráðherra hefur unnið að á kjörtímabilinu.
Fundarstjóri: Þórhallur Jónsson, formaður fulltrúaráðs
Allir velkomnir - léttar veitingar
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri