Flýtilyklar
Gerður endurkjörin formaður Varnar
Aðalfundur Varnar, félags sjálfstæðiskvenna á Akureyri, var haldinn í Geislagötu 5 23. janúar sl. Gerður Ringsted var endurkjörin formaður Varnar. Hún hefur gegnt formennsku frá haustinu 2023 og var varaformaður félagsins 2012-2023.
Auk hennar voru kjörnar í aðalstjórn: Aðalheiður Steina Guðmundsdóttir, Auður B. Ólafsdóttir, Gyða Birnisdóttir og Hildur Brynjarsdóttir. Í varastjórn voru kjörnar: Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir, Íris Ósk Gísladóttir og Sólveig María Árnadóttir.
Nýkjörinni stjórn Varnar er óskað til hamingju með kjörið og góðs gengis í félagsstörfum á næsta starfsári.