Flýtilyklar
Guðlaugur Þór kynnir Umhverfis- og orkustofnun 18. september
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, verður á Akureyri miðvikudaginn 18. september í tilefni af nýrri Umhverfis- og orkustofnun sem staðsett verður í höfuðstað hins bjarta norðurs Akureyri og tekur til starfa 1. janúar n.k.
Við ætlum að nýta tækifærið og eiga góða stund með Guðlaugi Þór og hittast í húsnæði okkar að Geislagötu 5 (gengið inn að norðan) kl. 18:30
Í boði verða pizzur og léttar veigar.
Allir Sjálfstæðismenn velkomnir.
Sjálfstæðisfélögin á Akureyri