Kjördæmisfundur á Egilsstöðum 27. október

Ágætu aðalfulltrúar í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

 

Með bréfi þessu eru aðalfulltrúar boðaðir á fund kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi kl. 13:00 sunnudaginn 27. október nk. á Egilsstöðum, Íhaldinu, Miðvangi 5-7 sem er húsnæði Sjálfstæðisflokksins og hefst hann kl. 13:00.

 

Komið hefur í ljós að einn frambjóðandi getur ekki tekið sæti á lista þar sem hún hefur ekki íslenskt ríkisfang. Hefur kjörnefnd gert að tillögu sinni að manna listann með konu á móti konu og því þarf að boða til kjördæmisþings til að staðfesta breytinguna á 9. sæti framboðslistans.

 

Dagskrá fundar kl. 13:00:

  1. Fundarsetning – varaformaður kjördæmisráðs setur þingið.
  2. Val á fundarritara.
  3. Tillaga kjörnefndar um breytingu á skipan 9. sætis framboðslista Sjálfstæðismanna í NA borin upp til samþykktar, í stað Barbara Izabela Kubielas, Reyðarfirði komi Guðný Lára Guðrúnardóttir, Seyðisfirði.
  4. Tillaga um að kjördæmisþing veiti kjörnefnd heimild til að gera þær lagfæringar eða breytingar sem nauðsynlegar kunna að vera á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi sem samþykktur var á kjördæmisþingi á Mývatni þann 20. október 2024 að teknu tilliti til þeirrar breytingar sem samþykkt var fyrr í dag.

                                                                        

Ekkert fundargjald. Boðið upp á kaffi.

 

Virðingarfyllst,

Þórhallur Harðarson

formaður kjördæmisráðs


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  | Aðsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook