Flýtilyklar
Ný stjórn kjörin á aðalfundi Varðar
Ný stjórn var kjörin á fjölmennum aðalfundi Varðar sem haldinn var í Geislagötu 5, 20. janúar síðastliðinn.
Tveir voru í kjöri til formanns og bar Ísak Svavarsson sigur úr býtum. Ísak tekur við formennsku af Telmu Ósk Þórhallsdóttur sem var formaður félagsins síðastliðið starfsár.
Einnig var kosið um sæti í aðalstjórn en þeir sem hlutu kjör eru: Arnar Kjartansson, Áslaug Dröfn Sveinbjörnsdóttir, Benjamín Þorri Bergsson, Elín Birna Gunnlaugsdóttir, Lara Mist Jóhannsdóttir og Steinar Bragi Laxdal Steinarsson.
Varastjórn var sjálfkjörin en þeir sem hlutu sæti eru: Einar Svanberg Einarsson, Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir og Telma Ósk Þórhallsdóttir
Nýrri stjórn er óskað til hamingju með kjörið og góðs gengis á starfsárinu.