Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 19,4% á landsvísu - 15% í Norðausturkjördæmi

Úrslit liggja nú fyrir í alþingiskosningunum 2024. Á landsvísu hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 41.143 atkvæði - 19,4% og 14 þingmenn kjörna á Alþingi Íslendinga, tveimur færri en í kosningunum 2021.

Þetta er minnsta fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið í alþingiskosningum en engu að síður varnarsigur miðað við flestar skoðanakannanir. Aðeins rúmt prósentustig vantaði upp á að Sjálfstæðisflokkurinn héldi stöðu sinni sem stærsti flokkur landsins. Tveir rótgrónir vinstriflokkar féllu fyrir borð - VG og Píratar, og Framsóknarflokkurinn missti 8 þingmenn.

Hér í Norðausturkjördæmi hlaut Sjálfstæðisflokkurinn tvo þingmenn kjörna; Jens Garðar Helgason og Njál Trausta Friðbertsson - 3.652 atkvæði, 15%.

Við þökkum kærlega þeim sem studdu flokkinn hér í Norðausturkjördæmi og lögðu sitt af mörkum í kosningabaráttunni til að tryggja áfram tvo þingmenn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi. 

Nýr þingflokkur Sjálfstæðisflokksins
Upplýsingar um alþingismenn Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Heildarúrslit alþingiskosninga 2024
Úrslit í Norðausturkjördæmi


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  | Aðsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook