Flýtilyklar
Telma Ósk kjörin formaður Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri
Aðalfundur Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, var haldinn í Geislagötu 5 þann 15. febrúar sl. Telma Ósk Þórhallsdóttir var kjörin formaður Varnar. Hún er þriðja konan sem gegnir formennsku í félaginu í sögu þess.
Svanhildur Hólm Valsdóttir var fyrst kvenna formaður Varðar 1994-1995 og önnur var Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir, fráfarandi formaður 2023-2024.
Auk hennar voru kjörin í aðalstjórn: Árveig Lilja Bjarnadóttir, Bjarni Ísak Sveinbjörnsson, Gunnlaugur Geir Gestsson, Ísak Svavarsson, Lara Mist Jóhannsdóttir og Steinar Laxdal.
Nýkjörinni stjórn Varnar er óskað til hamingju með kjörið og góðs gengis í félagsstörfum á næsta starfsári.