Úrslit kosninga í miðstjórn og stjórnir málefnanefnda á landsfundi

Á landsfundi var kosið til sex sæta í miðstjórn flokksins og til sæta í málefnanefnda Sjálfstæðisflokksins. Alls voru 22 sem sóttust eftir sæti í miðstjórn flokksins. Tveir Akureyringar náðu kjöri í málefnanefndir - Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson í umhverfis- og samgöngunefnd og Þórhallur Harðarson í fjárlaganefnd. Baldur Helgi Benjamínsson, bóndi í Eyjafjarðarsveit, náði kjöri í atvinnuveganefnd og gamall félagi okkar, Bergur Þorri Benjamínsson, bróðir Baldurs, hlaut flest atkvæði í velferðarnefnd.

Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, hlaut yfirburðarkosningu í miðstjórn eða 616 atkvæði en þar á eftir kom Sigríður Erla Sturludóttir, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, með 465 atkvæði. Agla Eir Vilhjálmsdóttir hlaut 408 atkvæði, Jarl Sigurgeirsson 404 atkvæði, Ingvar Smári Birgisson 399 atkvæði og Einar S. Hálfdánarson 378 atkvæði.

Mikill fjöldi sóttist svo eftir sætum í átta nefndum Sjálfstæðisflokksins en nefndastarfið er ávallt þungamiðja hvers landsfundar þar sem Sjálfstæðismenn móta sína stefnu. Hér að neðan má sjá hverjir hlutu kosningu í nefndirnar

Allsherjar og menntamálanefnd
Árni Grétar Finnsson 541
Björn Jón Bragason 518
Ingvar Smári Birgisson 454
Brynhildur Einarsdóttir 441
Sigríður (Sirrý) Hallgrímsdóttir 329

Atvinnuveganefnd
Birta Karen Tryggvadóttir 464
Bjarni Th. Bjarnason 354
Baldur Helgi Benjamínsson 344
Geir Zoega 334
Örvar Már Marteinsson 300

Efnahags og viðskiptanefnd
Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason 568
Heiðar Guðjónsson 550
Sigþrúður Ármann 457
Þórður Gunnarsson 378
Kristófer Már Maronsson 362

Fjárlaganefnd
Steinunn Anna Hannesdóttir 596
Egill Trausti Ómarsson 508
Pétur Þór Halldórsson 443
Þórhallur Harðarson 443
Magnús Karl Ásmundsson 440

Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd
Sólrún Ingunn Sverrisdóttir 712
Hannes Þórður Hafstein Þorvaldsson 644
Nanna Ósk Jónsdóttir 535
Ásgeir Örn Loftsson 533
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir 513

Umhverfis og samgöngunefnd
Hugrún Elvarsdóttir 390
Ástrós Björk Viðarsdóttir 386
Hilmar Ingimundarson 378
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson 370
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir 369

Utanríkismálanefnd
Björn Zoega 486
Hjörtur J. Guðmundsson 434
Sigurgeir Jónasson 386
Jakob Helgi Bjarnason 343
Kristján Johannessen 340

Velferðarnefnd
Bergur Þorri Benjaminsson 565
Brynjólfur Hauksson 316
Ragnheiður Perla Hjaltadóttir 311
Ingibjörg Zoëga Björnsdóttir 284
Viktor Andersen 260


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  | Aðsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook