Vilhjálmur Árnason endurkjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins

Vilhjálmur Árnason, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, var endurkjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins á 45. landsfundi flokksins í Laugardalshöll í dag. Vilhjálmur var einn í framboði til ritaraembættisins sem hann hefur sinnt frá landsfundi í nóvember 2022. Hann verður því áfram í forystu Sjálfstæðisflokksins ásamt nýjum formanni, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, og nýjum varaformanni, Jens Garðari Helgasyni.

808 greiddu atkvæði. Vilhjálmur hlaut 573 atkvæði, 74,8% gildra atkvæða. Diljá Mist Einarsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, hlaut 63 atkvæði og Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, hlaut 56 atkvæði. Þær höfðu ekki gefið formlega kost á sér. Aðrir hlutu samtals 74 atkvæði en auðir og ógildir seðlar voru 43. 

Vilhjálmur Árnason er 41 árs gamall. Hann er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki en fluttist síðar til Grindavíkur og starfaði sem lögregluþjónn áður en hann var kjörinn á Alþingi í kosningunum 2013. Vilhjálmur er formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  | Aðsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook