Flýtilyklar
Allar greinar
Heilsueflandi samfélag
Greinar|
12.05.2022 |
"Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að sett verði á fót verkefni sem stuðlar að því að eldri einstaklingar geti sinnt athöfnum daglegs lífs, geti unnið eins lengi og hægt er og komi í veg fyrir eða seinki innlögnum á hjúkrunarheimili. Það gerum við með skipulögðu verkefni sem eykur lífsgæði eldri einstaklinga og virka þátttöku þeirra í samfélaginu. Ég hlakka til að eldast á Akureyri ef þessi sýn verður að veruleika á Akureyri okkar allra." Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri - skipar 7. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Fjölgun íbúa á Akureyri okkar allra
Greinar|
12.05.2022 |
"Við megum ekki sofna á verðinum og verðum alltaf að hafa augun opin fyrir nýjum tækifærum og möguleikum til þess að efla bæinn okkar. Ekkert gerist af sjálfu sér og við verðum að nýta það tækifæri sem nú er til staðar og kynna bæinn okkar sem góðan kost fyrir fólk að búa í" Ketill Sigurður Jóelsson, verkefnastjóri - skipar 6. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri
Karlar í Kjarna
Greinar|
12.05.2022 |
"Ég er búinn að vera með þá hugmynd í kollinum hvort ekki væri hægt að koma á félagsstarfi fyrir karlmenn í Kjarnaskógi í samstarfi við Skógræktarfélag Eyjafjarðar þar sem menn geta komið saman yfir kaffibolla og fengið úthlutað verkefnum til að vinna í kjarnaskógi í sjálfboðavinnu. Þessir aðilar eiga margir hverjir tæki og tól, sagir, fjórhjól og kurlara sem þeir gætu nýtt og lagt til." Þórhallur Jónsson, bæjarfulltrúi - skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Bætt þjónusta í velferðarmálum á Akureyri okkar allra
Greinar|
10.05.2022 |
"Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri leggur áherslu á að áfram verði tryggð góð þjónusta við fatlað fólk og eldri borgara og að Akureyrarbær verði leiðandi í lausnum á sviði velferðartækni. Ég hef setið í velferðarráði Akureyrarbæjar síðastliðin fjögur ár og hef því orðið töluverða innsýn í málaflokkinn. Hann er mér afar hugleikinn og ég legg ekki einungis áherslu að áfram verði tryggð góð þjónusta heldur að hún verði enn betri." Lára Halldóra Eiríksdóttir, grunnskólakennari - skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri
Fyrir unga foreldra og börnin þeirra
Greinar|
09.05.2022 |
"Leikskóli er fyrsta skrefið í skólagöngu barna og með niðurfellingu dvalargjalda er Sjálfstæðisflokkurinn að viðurkenna leikskólann sem fyrsta skólastig barna og hampa því faglega og góða starfi sem fer fram í leikskólum sveitarfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn mun jafnframt vinna áfram markvisst að því að finna lausn til frambúðar svo að tryggja megi öllum 12 mánaða börnum leikskólapláss í sveitarfélaginu." Heimir Örn Árnason, deildarstjóri - oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri
Eflum stafræna stjórnsýslu Akureyrarbæjar
Greinar|
08.05.2022 |
"Áhersla okkar sjálfstæðismanna er sú að sveitarfélagið bæti enn frekar í innleiðingu stafrænnar stjórnsýslu með það að markmiði að hraða þjónustu, auðvelda aðgengi að henni og einfalda. Með þessu væri það ekki háð opnunartíma fyrir íbúa sveitarfélagsins að ganga frá ýmsum málum heldur væri hægt að skila inn eyðublöðum, umsóknum og öðrum gögnum með rafrænum hætti á þeim tíma sem íbúum hentar best." Þórhallur Harðarson, framkvæmdastjóri - skipar 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri
Atvinnulífið á Akureyri okkar allra
Greinar|
05.05.2022 |
"Að mati Sjálfstæðisflokksins skiptir miklu máli að sveitarfélagið hefji strax undirbúning þannig að allir innviðir og umhverfi verði til taks og að einkaaðilar sem vilja taka þátt í uppbyggingunni hafi til þess tækifæri. Má í þessu samhengi nefna aðstöðu fyrir upplýsingamiðstöð miðsvæðis í bænum sem bætir þjónustu við ferðamenn." Þórhallur Jónsson, bæjarfulltrúi - skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.