Flýtilyklar
Allar greinar
Öflug heilbrigðisþjónusta fyrir alla
Greinar|
28.07.2021 |
“Leggja verður metnað og fjármagn í að veita fullkomna heilbrigðisþjónustu með öflugri bráðagreiningu á landsbyggðinni svo við sitjum öll við sama borð varðandi líf og heilsu okkar hér á landi“. Berglind Harpa Svavarsdóttir, skipar 3. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Jöfnum leikinn - sterkari landsbyggðir
Greinar|
26.07.2021 |
„Staðreyndin er sú að það er gríðarleg verðmætasköpun á landsbyggðinni sem hefur bætt lífskjör allra landsmanna. Sjávarútvegurinn, raforkan og auðlindirnar eru gæðin sem eru á víð og dreif um landið. Fjármagni til innviðauppbyggingar er þó ekki jafn vel skipt og gæðunum“ – Berglind Ósk Guðmundsdóttir, skipar 2. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Loftbrúin er okkar
Greinar|
22.07.2021 |
Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifar um baráttumál sitt, Loftbrúna - mikið framfaramál landsbyggðanna sem tryggir ódýrari flugsamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og hinna dreifðu byggða.
Jöfn tækifæri
Greinar|
14.07.2021 |
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar um jöfn tækifæri í íslensku samfélagi. Náðst hafi góður árangur, bæði heilsufars- og efnahagslega. Ísland hafi staðist covid-storminn betur en flestar þjóðir. Með trú á fólk, frelsi og framfarir byggjum við saman enn sterkara Ísland.
Jákvæð orka
Greinar|
10.07.2021 |
Berglind Ósk Guðmundsdóttir, frambjóðandi í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifar um jákvæða orku í kjölfar heimsfaraldurs. Hjól atvinnulífsins eru farin að snúast og ýmis jákvæð teikn á lofti; t.d. hækkandi álverð, vöxtur í fiskeldi og fjárfestingar í sjávarútvegi. Ný tækifæri blasi nú við um allt samfélagið.
Grunnurinn var lagður af íslenskum sjómönnum
Greinar|
06.06.2021 |
Á sjómannadegi skrifar Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, um starf sjómannsins sem hann hefur þekkt af eigin raun allt frá unglingsaldri - grunnstoð í íslensku samfélagi sem hefur mótast af framþróun og tæknibyltingu í sögu þjóðar.
Þjóðarsátt um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland
Greinar|
02.06.2021 |
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skrifar um landbúnaðarstefnuna Ræktum Ísland og fundarferð til kynningar á henni.