Allar greinar

Í umhverfismálum koma lausnirnar frá hægri

Í umhverfismálum koma lausnirnar frá hægri

"Sjálfstæðisflokkurinn vill að Ísland verði fyrsta landið þar sem bílar, skip og flugvélar nýta eingöngu endurnýjanlega orkugjafa. Þetta eru allt raunhæf markmið. Með því að stíga þetta skref getum við hætt að flytja inn, erlendis frá, mengandi jarðefnaeldsneyti og nýtt þess í stað hreina íslenska orku. Þetta væri risastórt framlag til umhverfisins og mundi um leið auka atvinnu, spara gjaldeyri og bæta lífskjör okkar allra." Berglind Ósk Guðmundsdóttir, skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

Séreignarsparnaðurinn

Séreignarsparnaðurinn

"Við þurfum að standa vörð um nýtingu séreignarsparnaðar til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða til ráðstöfunar upp í höfuðstól lána. Sú leið hefur reynst unga fólkinu í kringum mig, og mig sjálfa, gríðarlega mikilvæg til þess að komast inn á fasteignamarkaðinn." Berglind Ósk Guðmundsdóttir, skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Við lækkum skatta og álögur

Við lækkum skatta og álögur

"Mikilvægt er að auka svigrúm atvinnulífsins til að fjölga störfum og skapa aukin verðmæti. Lægri skattar ýta undir aukin umsvif fyrirtækja og veita þeim nauðsynlegt svigrúm til athafna og vaxtar." Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Ragnar Sigurðsson, skipa 2. og 4. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

Viðreisn vinstri manna

Viðreisn vinstri manna

„Í haust verður kosið um stöðug­leika og skyn­sam­leg skref út úr kór­ónukrepp­unni. Það er til mik­ils að vinna að forðast hrein­an vinstri­meiri­hluta, líkt og réð ríkj­um eft­ir efna­hags­hrunið 2008 með til­heyr­andi af­leiðing­um.“ Berglind Ósk Guðmundsdóttir, skipar 2. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

Við ætlum að mæta áskorunum framtíðarinnar

Við ætlum að mæta áskorunum framtíðarinnar

"Mikilvægt er að halda áfram að móta umgjörð sem leiðir til hvetjandi og uppbyggilegs skattkerfis fyrir atvinnulífið og borgarana, þjóðinni til heilla." Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

Mikilvæg uppbyggingarverkefni Sjúkrahússins á Akureyri

Mikilvæg uppbyggingarverkefni Sjúkrahússins á Akureyri

„Ljúkum byggingu nýrrar legudeildarálmu; styrkjum hlutverk þess sem miðstöðvar læknisfræðilegar þjónustu sjúkraflugs í landinu; komum á hjartaþræðingum; styðjum þróun og notkun fjarheilbrigðisþjónustu; og gerum sjúkrahúsið að háskólasjúkrahúsi.“ — Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

Útrýmum óþarfa inngripi

Útrýmum óþarfa inngripi

„Tækifærin eru víða og í kjördæminu býr mikill kraftur einstaklinga og atvinnulífs. Alltof mörg dæmi eru um að regluverk og opinberar stofnanir haldi aftur af atvinnulífinu og einstaklingsframtakinu með óþarfa inngripi sem valda töfum, tekjumissi, minni umsvifum og glötuðum tækifærum til verðmæta – og atvinnusköpunar.“ Ragnar Sigurðsson, skipar 4. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  | Aðsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook