Flýtilyklar
Allar fréttir
Umræðufundur með Guðrúnu Hafsteinsdóttur 23. apríl
Fréttir|
20.04.2024 |
Málfundafélagið Sleipnir heldur umræðufund í Geislagötu 5 þriðjudaginn 23. apríl kl. 20:00. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, flytur framsögu um stöðuna í málaflokki sínum og stöðuna í pólitíkinni og svarar að því loknu fyrirspurnum. Heitt á könnunni - allir velkomnir.
Umræðufundur með Ásmundi Friðrikssyni 20. apríl
Fréttir|
17.04.2024 |
Málfundafélagið Sleipnir boðar til umræðufundar í Geislagötu 5 (gengið inn að norðan) laugardaginn 20. apríl kl. 10:30. Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, flytur framsögu um stjórnmálaviðhorfið og svarar fyrirspurnum. Allir velkomnir - heitt á könnunni.
Mikið fjölmenni á fundi með Bjarna
Fréttir|
13.04.2024 |
Mikið fjölmenni, um 800 sjálfstæðismenn, var á fundi sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra boðaði til á Hilton Nordica-hótelinu í Reykjavík. Ráðherrar flokksins ávörpuðu fundinn auk ritara flokksins og formanni þingflokksins
Bæjarmálafundur 15. apríl
Fréttir|
12.04.2024 |
Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 mánudaginn 15. apríl kl. 17:30. Farið yfir helstu mál í bæjarstjórn. Þórhallur Harðarson, nefndarmaður í umhverfis- og mannvirkjaráði, fer yfir helstu verkefni UMSA á árinu 2024. Heimir Örn Árnason fer yfir ársreikning fyrir árið 2023 og helstu verkefni á næstu tveimur árum. Allir velkomnir.
Fundur með Þórdísi Kolbrúnu, Njáli Trausta og Berglindi Ósk 11. apríl
Fréttir|
10.04.2024 |
Sjálfstæðisfélag Akureyrar heldur fund í Geislagötu 5 fimmtudaginn 11. apríl kl. 20:00. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, og Berglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður, flytja framsögu og svara fyrirspurnum. Heitt á könnunni - allir velkomnir
Bjarni Benediktsson verður forsætisráðherra
Fréttir|
09.04.2024 |
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verður forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tekur að nýju við embætti utanríkisráðherra.
Umræðufundur með Berglindi Ósk og Bryndísi 13. apríl
Fréttir|
09.04.2024 |
Málfundafélagið Sleipnir heldur umræðufund í Geislagötu 5 laugardaginn 13. apríl kl. 11:00. Í fundarbyrjun er horft á ávarp Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, á fundi á Hilton í Reykjavík. Að því loknu hefst fundur hjá okkur. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður, og Bryndís Haraldsdóttir, alþingismaður og forseti Norðurlandaráðs, flytja þar framsögu um menntamál og svara fyrirspurnum.