Flýtilyklar
Allar fréttir
Pizzahádegi Varðar, fus á Akureyri, 27. nóvember
Fréttir|
26.11.2024 |
Pizzahádegi Varðar verður haldið miðvikudaginn 27. nóvember kl. 11:30-13 á kosningaskrifstofunni í Geislagötu 5, jarðhæð. Pizzur í boði Varðar, fus á Akureyri. Hlökkum til að sjá ykkur!
Ræðum kosningamálin við Berglindi Hörpu og Telmu Ósk 26. nóvember
Fréttir|
25.11.2024 |
Málfundafélagið Sleipnir boðar til funda með efstu frambjóðendum á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi til að ræða kosningamálin á kosningaskrifstofunni í Geislagötu 5. Berglind Harpa Svavarsdóttir, varaþingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi, og Telma Ósk Þórhallsdóttir, háskólanemi, sem skipa 3. og 5. sætið, verða gestir á fundi þriðjudaginn 26. nóvember kl. 18:00. Allir velkomnir - heitt á könnunni
Kótilettukvöld Sjálfstæðisflokksins 27. nóvember
Fréttir|
24.11.2024 |
Kótilettukvöld Sjálfstæðisflokksins verður haldið í Golfskálanum á Akureyri miðvikudaginn 27. nóvember. Heiðursgestur kvöldsins er Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Frambjóðendur þjóna til borðs. Húsið opnar klukkan 18:00 og borðhald hefst klukkan 19:00.
Ræðum kosningamálin við Jens Garðar 25. nóvember
Fréttir|
23.11.2024 |
Málfundafélagið Sleipnir boðar til funda með efstu frambjóðendum á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi til að ræða kosningamálin á kosningaskrifstofunni í Geislagötu 5. Jens Garðar Helgason, nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, verður gestur á fundi mánudaginn 25. nóvember kl. 18:00. Jens Garðar fer yfir þau mál sem hann leggur áherslu á í kosningabaráttunni. Allir velkomnir - heitt á könnunni.
Bjórkvöld Varðar 23. nóvember
Fréttir|
21.11.2024 |
Bjórkvöld Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, verður haldið laugardaginn 23. nóvember í Geislagötu 5 (gamla Arion) og hefst kl. 20:30. Drykkir í boði Varðar! PubQuiz og Beer Pong.
Meiri árangur fyrir barnafjölskyldur
Fréttir|
20.11.2024 |
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi bjóða til samtals um málefni barnafjölskyldna. Hver er staðan í dag og hvaða breytingar þarf að gera til að styðja betur við barnafólk? Viðburðurinn verður haldinn í kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins við Geislagötu á Akureyri laugardaginn 23. nóvember kl. 13-15.
Ræðum kosningamálin við Njál Trausta 21. nóvember
Fréttir|
19.11.2024 |
Málfundafélagið Sleipnir boðar til funda með efstu frambjóðendum á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi til að ræða kosningamálin á kosningaskrifstofunni í Geislagötu 5. Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og formaður fjárlaganefndar, verður gestur á fundi fimmtudaginn 21. nóvember kl. 18:00 og fer yfir verk sín á þingi og þau mál sem hann leggur áherslu á í kosningabaráttunni. Allir velkomnir - heitt á könnunni.