Allar greinar

Við áramót

Við áramót

Við áramót fer Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, yfir liðið ár sem var tíðindamikið í íslensku samfélagi, stöðuna í bæjarmálunum þar sem urðu mikil tíðindi með samstarfi allra framboða í bæjarstjórn í haust, og horfir fram á veginn til nýs árs.

Netöryggi er þjóðaröryggi

Netöryggi er þjóðaröryggi

Alþingismennirnir Njáll Trausti Friðbertsson og Bryndís Haraldsdóttir skrifa í Morgunblaðsgrein um netöryggismál. Mikilvægt sé að gæta að öryggi á netinu, enda megi netógn­in ekki grafa und­an und­ir­stöðum lýðræðisþjóðfé­laga eins og við sjá­um ít­rekað reynt af hálfu netþrjóta.

Misskilningur um jafnara aðgengi að námi

Misskilningur um jafnara aðgengi að námi

Í grein á Íslendingi skrifar Berglind Ósk Guðmundsdóttir, varabæjarfulltrúi, um frumvarp menntamálaráðherra um breytingu á lögum um Háskóla sem eiga að jafna möguleika til háskólanáms. Því beri að fagna, enda göfugt markmið og tímabært að auka tækifæri nemenda sem lokið hafa list-, tækni- eða starfsnámi til menntunar á æðra stigi, en um leið mikilvæg spurning hvort verið sé í raun að boða aðgangstakmarkanir í alla háskóla landsins.

Hver á að borga - er það ég?

Hver á að borga - er það ég?

Þórhallur Jónsson, bæjarfulltrúi og formaður skipulagsráðs, fjallar í grein á Íslendingi um innheimtu bílastæðagjalds í stað klukkukerfis í miðbænum. Bygging bílastæðahúss gæti kostað allt að milljarð og ljóst að ekki sé hægt að skella þeim kostnaði á útsvarsgreiðendur heldur verði slíkt að standa undir sér og greiðast af notendum.

Pælingar um atvinnulíf á Akureyri

Pælingar um atvinnulíf á Akureyri

Í umræðu um atvinnumál á Akureyri sem fram fór á fundi bæjarstjórnar í dag flutti Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, ræðu þar sem farið var ítarlega yfir stöðu mála í atvinnulífinu.

Jarðstrengurinn

Jarðstrengurinn

Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, fjallar í grein um Hólasandslínu 3 sem mun bæta orkunýtingu, auka flutningsgetu raforku og tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi.

Stytting leiðarinnar milli Eyjafjarðar og Reykjavíkur um 80 km

Stytting leiðarinnar milli Eyjafjarðar og Reykjavíkur um 80 km

Í dag bókaði bæjarstjórn Akureyrar um mikilvægi þess að stytta leiðina milli Eyjafjarðar og Reykjavíkur. Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, hóf umræðuna og horfði til styttingar á láglendisleiðinni en auk þess kom innlegg um hálendisleið þ.e. yfir Stórasand. Í grein á Íslendingi skrifar Gunnar um tækifæri til styttingar um 80 km og mikilvægi þess að hefjast handa í þeim efnum.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  | Aðsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook