Flýtilyklar
Allar greinar
Reykjavík til þjónustu reiðubúin?
Greinar|
31.10.2020 |
Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, minnir á hlutverk og skyldur höfuðborgarinnar Reykjavík í grein í Morgunblaðinu. Með tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um Reykjavíkurflugvöll fái þjóðin tækifæri til þess að segja hug sinn og hafa áhrif á það hvar flugvöllurinn og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs verða í fyrirsjáanlegri framtíð, m.a. með tilliti til þjóðhagslegra hagsmuna og þjóðaröryggis.
Tökum öll þátt
Greinar|
30.10.2020 |
Þórhallur Jónsson, bæjarfulltrúi, fjallar í grein á Íslendingi um gagnrýni á gjaldskrárbreytingar í Hlíðarfjalli. Þær séu mikilvægar í ljósi þess að rekstur skíðasvæðisins hafi gengið erfiðlega og halli verið á honum. Vetraríþróttaparadísin í Hlíðarfjalli sé mikilvægur segull inn á svæðið fyrir vetrarferðamennsku til Akureyrar og því aldrei mikilvægara en nú að standa vörð um og styrkja rekstrargrundvöll þess.
Án atvinnulífsins verður engin viðspyrna
Greinar|
02.10.2020 |
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi um áskoranir og verkefnin framundan í baráttunni við covid-19 í ávarpi sínu í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi að kvöldi 1. október.
Íslenskur landbúnaður til framtíðar
Greinar|
24.09.2020 |
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fjallar í grein um stöðu íslensks landbúnaðar til framtíðar. Hann skipaði í síðustu viku verkefnisstjórn um mótun landbúnaðarstefnu fyrir Ísland fram til ársins 2040. Íslenskur landbúnaður stendur á krossgötum og rétti tíminn nú að fara í þessa vinnu og skapa sameiginlega sýn og áherslur til framtíðar.
Við látum ekki okkar eftir liggja þegar á reynir
Greinar|
23.09.2020 |
Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi, skrifar í grein á Íslendingi um samstarf allra framboða í bæjarstjórn Akureyrar það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Með því sé ekki verið að leggja pólitík eða gagnrýna umræðu af - allir fulltrúar standi áfram á sannfæringu sinni og komi fram með eigin skoðanir, þó stefnt sé að samstöðu þegar hún sé fyrir hendi.
Ný staða í bæjarmálum - áskoranir og verkefni næstu 20 mánuði
Greinar|
22.09.2020 |
Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, skrifar í grein á Íslendingi um nýja stöðu í bæjarmálum eftir að öll framboð í bæjarstjórn Akureyrar tóku höndum saman um samstarf næstu 20 mánuði, það sem eftir lifir kjörtímabilsins.
Yfirlýsing frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri
Greinar|
22.09.2020 |
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akureyri hafa gengið til samstarfs við öll framboð í bæjarstjórn Akureyrarbæjar það sem eftir lifir kjörtímabilsins næstu 20 mánuði í breiðri samstöðu til að takast á við erfiða rekstrarstöðu Akureyrarbæjar. Í grein á Íslendingi fara bæjarfulltrúar flokksins yfir afstöðu sína og sýn á verkefnið framundan