Allar greinar

Reykjavík til þjónustu reiðubúin?

Reykjavík til þjónustu reiðubúin?

Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, minnir á hlutverk og skyldur höfuðborgarinnar Reykjavík í grein í Morgunblaðinu. Með til­lögu til þingsálykt­un­ar um þjóðar­at­kvæðagreiðslu um Reykja­vík­ur­flug­völl fái þjóðin tæki­færi til þess að segja hug sinn og hafa áhrif á það hvar flug­völl­ur­inn og miðstöð inn­an­lands- og sjúkra­flugs verða í fyr­ir­sjá­an­legri framtíð, m.a. með til­liti til þjóðhags­legra hags­muna og þjóðarör­ygg­is.

Tökum öll þátt

Tökum öll þátt

Þórhallur Jónsson, bæjarfulltrúi, fjallar í grein á Íslendingi um gagnrýni á gjaldskrárbreytingar í Hlíðarfjalli. Þær séu mikilvægar í ljósi þess að rekstur skíðasvæðisins hafi gengið erfiðlega og halli verið á honum. Vetraríþróttaparadísin í Hlíðarfjalli sé mikilvægur segull inn á svæðið fyrir vetrarferðamennsku til Akureyrar og því aldrei mikilvægara en nú að standa vörð um og styrkja rekstrargrundvöll þess.

Án atvinnulífsins verður engin viðspyrna

Án atvinnulífsins verður engin viðspyrna

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi um áskoranir og verkefnin framundan í baráttunni við covid-19 í ávarpi sínu í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi að kvöldi 1. október.

Íslenskur landbúnaður til framtíðar

Íslenskur landbúnaður til framtíðar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fjallar í grein um stöðu íslensks landbúnaðar til framtíðar. Hann skipaði í síðustu viku verk­efn­is­stjórn um mót­un land­búnaðar­stefnu fyr­ir Ísland fram til ársins 2040. Íslenskur landbúnaður stendur á krossgötum og rétti tím­inn nú að fara í þessa vinnu og skapa sam­eig­in­lega sýn og áhersl­ur til framtíðar.

Við látum ekki okkar eftir liggja þegar á reynir

Við látum ekki okkar eftir liggja þegar á reynir

Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi, skrifar í grein á Íslendingi um samstarf allra framboða í bæjarstjórn Akureyrar það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Með því sé ekki verið að leggja pólitík eða gagnrýna umræðu af - allir fulltrúar standi áfram á sannfæringu sinni og komi fram með eigin skoðanir, þó stefnt sé að samstöðu þegar hún sé fyrir hendi.

Ný staða í bæjarmálum - áskoranir og verkefni næstu 20 mánuði

Ný staða í bæjarmálum - áskoranir og verkefni næstu 20 mánuði

Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, skrifar í grein á Íslendingi um nýja stöðu í bæjarmálum eftir að öll framboð í bæjarstjórn Akureyrar tóku höndum saman um samstarf næstu 20 mánuði, það sem eftir lifir kjörtímabilsins.

Yfirlýsing frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Yfirlýsing frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akureyri hafa gengið til samstarfs við öll framboð í bæjarstjórn Akureyrarbæjar það sem eftir lifir kjörtímabilsins næstu 20 mánuði í breiðri samstöðu til að takast á við erfiða rekstrarstöðu Akureyrarbæjar. Í grein á Íslendingi fara bæjarfulltrúar flokksins yfir afstöðu sína og sýn á verkefnið framundan

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  | Aðsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook