Allar fréttir

Jens Garðar Helgason í 1. sæti

Jens Garðar Helgason í 1. sæti

Jens Garðar Helgason var kjörinn í 1. sæti á framboðslista á kjördæmisþingi í Mývatnssveit. Jens Garðar hlaut 100 atkvæði en Njáll Trausti Friðbertsson hlaut 68 atkvæði. 168 greiddu atkvæði.

Ellefu hafa gefið kost á sér í röðun

Ellefu hafa gefið kost á sér í röðun

Ellefu hafa tilkynnt um framboð í efstu sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 30. nóvember nk. Raðað verður á lista flokksins á morgun, á tvöföldu kjördæmisþingi sem fram fer í Skjólbrekku í Mývatnssveit.

Auglýst eftir framboðum fyrir framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Auglýst eftir framboðum fyrir framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Tilkynning frá kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi þar sem auglýst er eftir framboðum í röðun á tvöföldu kjördæmisþingi 20. október nk.

Kjördæmisþing í Mývatnssveit 20. október

Kjördæmisþing í Mývatnssveit 20. október

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi kemur saman í Skjólbrekku í Mývatnssveit sunnudaginn 20. október nk. þar sem lögð verður fram tillaga stjórnar um að fram fari röðun við val á fimm efstu sætum framboðslista í alþingiskosningum 30. nóvember nk. Hér má finna nánari upplýsingar.

Ríkisstjórnarsamstarfinu slitið - tillaga um þingrof og kosningar í nóvemberlok

Ríkisstjórnarsamstarfinu slitið - tillaga um þingrof og kosningar í nóvemberlok

Rík­is­stjórn­ar­sam­starfi Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar og Vinstri grænna hef­ur verið slitið. Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráðherra, greindi frá þessari ákvörðun þingflokks Sjálfstæðisflokksins á blaðamannafundi í Stjórn­ar­ráðshúsinu nú síðdegis. Bjarni mun leggja fram tillögu um þingrof og kosningar til Alþingis í nóvemberlok á fundi með Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, á morgun.

Bæjarmálafundur 14. október

Bæjarmálafundur 14. október

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5, 2. hæð, mánudaginn 14. október kl. 17.30. Rætt um málin á dagskrá bæjarstjórnar og farið yfir stöðu á vinnu við framkvæmdaáætlun bæjarins. Allir velkomnir - heitt á könnunni

Októberfest Varðar, fus á Akureyri, 4. október

Októberfest Varðar, fus á Akureyri, 4. október

Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, heldur Októberfest í Geislagötu 5, 2. hæð, föstudaginn 4. október kl. 20:00. Allir velkomnir.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  | Aðsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook