Flýtilyklar
Allar greinar
Akureyri stendur ekki í vegi fyrir kjarasamningum
Greinar|
06.03.2024 |
Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, fjallar í grein um að Akureyrarbær standi ekki í vegi fyrir undirskrift á kjarasamningum. Sveitarfélögin geri sér grein fyrir því að allir aðilar þurfi að koma að borðinu í kjaraviðræðum til að ná grunnmarkmiðunum, sem er að bæta kaupmátt í landinu - aðgerðir sem ná niður verðbólgu og gefa grundvöll til vaxtalækkunar eru lykilatriði í því efnum.
Halldóri Blöndal þakkað
Greinar|
06.03.2024 |
Halldór Blöndal, fyrrum oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, lætur í dag af formennsku í SES - Samtökum eldri sjálfstæðismanna. Í grein fer Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, yfir pólitískt starf Halldórs gegnum árin og forystu í SES í 15 ár.
Í krafti stærðar sinnar
Greinar|
07.02.2024 |
Berglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifar um tækifærin sem liggja í sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst sem auka mun gæði og framboð náms og efla byggðahlutverk háskólans í krafti stærðar sinnar.
Hugleiðingar um áramót
Greinar|
29.12.2023 |
Við áramót fer Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, yfir stöðuna á hinum pólitíska vettvangi, málefni nærsamfélagsins og þau krefjandi verkefni sem hafa sett mark sitt á samfélagið á þingmannsferli hans; t.d. Aðventustorminn, heimsfaraldur, stríð í Evrópu og eldvirkni á Reykjanesskaga.
Við áramót
Greinar|
28.12.2023 |
Við áramót fer Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, yfir liðið ár og stöðuna í bæjarmálunum á Akureyri þar sem margt hefur áunnist í farsælu samstarfi meirihlutans í bæjarstjórn en lítur einnig fram á veginn á nýju ári.
„Vinkilkrókur“ við Blönduós – stytting hringvegar
Greinar|
30.07.2023 |
Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifar í grein um styttingu þjóðvegarins. Hann telur forgangsmál að koma Húnavallaleið í nýja samgönguáætlun. Margt mæli með gerð nýs vegar og nefnir að Húnavallaleið sé talin ein af arðsömustu vegaframkvæmdum sem hægt er að fara í á Íslandi í dag auk þess sem umferðarsérfræðingar telji að styttingin ein og sér muni leiða til færri óhappa og slysa en á núverandi vegi.
Óheilindi hverra?
Greinar|
07.05.2023 |
Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og varaþingmaður, skrifar um málefni Reykjavíkurflugvallar og bendir á að þögn margra sveitarstjórnarmanna Framsóknarflokksins sé hrópandi og mikið stílbrot gagnvart þeim samhljómi sem hingað til hefur ríkt.