Auglýst eftir framboðum í röðun


Boðað hefur verið til kosninga laugardaginn 30. nóvember næstkomandi og er því ljóst að hafa þarf hraðar hendur við skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Stjórn kjördæmisráðs vill freista þess að leiða fram niðurstöðu á sem skemmstum tíma svo eiginleg kosningabarátta geti hafist sem fyrst og hefur því gert tillögu um að viðhafa röðun við val á lista flokksins í kjördæminu. Enn fremur er lagt til að ákvörðun verði tekin um röðun og hún framkvæmd á einum degi, þ.e. á kjördæmisráðsfundum sem til stendur að halda sunnudaginn 20. október nk. í Skjólbrekku, Mývatni.

Tveir fundir til að leiða fram niðurstöðu

Fundir kjördæmisráðsins verða tveir. Sá fyrri verður kl. 11:00 og á hann eru eingöngu boðaðir aðalmenn í kjördæmisráði. Þar verður tekin fyrir sú tillaga stjórnar kjördæmisráðsins að fram fari röðun í fimm efstu sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi af tvöföldu kjördæmisráði (aðal- og varamenn).

Verði tillaga stjórnar um röðun samþykkt, fer fram fundur aðal- og varamanna í kjördæmisráði kl. 13:00, sem er síðari fundurinn þennan dag, sbr. 55. gr. skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins. Á fundi sem raðar upp framboðslista skal gengið til kosninga meðal fundarmanna um eins mörg sæti á listanum og ákveðið hefur verið að raða í. Byrjað er á því að kjósa um 1. sætið. Þegar ljóst er hver skipar það sæti er óskað eftir framboðum um 2. sæti. Þar geta þeir sem ekki hlutu kosningu í 1. sætið tekið áfram þátt með framboði sínu til næsta sætis o.s.frv.

Að röðun lokinni gerir kjörstjórn tillögu um önnur þau nöfn sem skipa skulu listann. Þá er listinn borinn undir fundinn til endanlegrar staðfestingar.

Taktu þátt

Kjörnefnd hyggst kynna frambjóðendur á netmiðlum svo aðal- og varamönnum gefist kostur á að kynna sér þá sem lýst hafa áhuga á því að skipa lista flokksins í kjördæminu. Vert er að benda á að allir flokksbundnir geta gefið kost á sér við röðun. Áhugasamir flokksmenn eru því hvattir til að senda tölvupóst á formann kjörstjórnar, Dýrunni Pálu Skaftadóttur, á tölvupóstfangið diaskafta@gmail.com, e.a. með 200 orða kynningu á sjálfum sér og mynd í góðri upplausn. Stefnt er að því að efni um alla þá sem sent hafa kynningarbréf og mynd verði birt á netmiðlum, enda hafi þessar upplýsingar borist fyrir kl. 18:00, föstudaginn 18. október 2024. Ekki er hægt að ábyrgjast að unnt verði að vinna efni og birta eftir það tímamark.

Tillögum að framboðum ber að skila til Dýrunnar Pálu Skaftadóttur, formanns kjörnefndar á diaskafta@gmail.com.

Meðfylgjandi eru skipulagsreglur Sjálfstæðisflokksins og reglur um röðun á framboðslista auk nánari upplýsinga.

Nálgast má ítarlegri upplýsingar með því að senda fyrirspurn á netfangið diaskafta@gmail.com og einnig má hringja beint í formann kjörnefndar í síma 659-3103.

Virðingarfyllst,
fyrir hönd kjörnefndar,

Dýrunn Pála Skaftadóttir,
formaður

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri | Geislagötu 5 | Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson | XD-AK | XD-Norðaustur