Fyrirkomulag röðunar

  1. Kosið verður með skriflegri kosningu milli þeirra sem hafa gefið kost á sér í sæti 1- 5. Kosningin skal vera leynileg. Ef einungis einn frambjóðandi gefur kost á sér í sætið telst hann sjálfkjörinn.
  2. Dregið verður um röð á framboðsræðum fyrir hverja lotu röðunarinnar.
  3. Hver frambjóðandi má flytja eina framboðsræðu, ræðutími má vera 3 mínútur.
    1. Ef frambjóðandi hyggst gefa aftur kost á sér í annað sæti og hefur þegar flutt framboðsræðu sína fær viðkomandi 1 mínútu til að gera grein fyrir framboði sínu.
    2. Spurningar úr sal eru ekki leyfðar. Komi upp sú staða að spurningu sé beint til frambjóðanda og henni svarað skulu allir frambjóðendur í sama sæti fá kost á að svara þeirri spurningu.
  4. Tilkynna skal úrslit eftir hverja umferð. Fá þá þeir sem höfðu gefið kost á sér í fyrri umferðinni kost á því að tilkynna um framboð í næsta sæti.
  5. Úrslit verða einungis tilkynnt með fjölda atkvæða tveggja efstu í hvert sæti.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri | Geislagötu 5 | Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson | XD-AK | XD-Norðaustur