Röðun 2024


Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi boðar til fundar í kjördæmisráði sunnudaginn 20. október kl. 11:00 í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Skráning inn á fundinn hefst kl. 10:30.

Dagskrá fundar kl. 11:00:

  1. Tillaga stjórnar kjördæmisráðs um að viðhafa röðun við val á efstu 5 sætum á framboðslista Sjálfstæðisflokksins við næstu alþingiskosningar, sbr. 55.gr. skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins. Bæði aðal- og varafulltrúar í kjördæmisráði taki þátt í röðun, sbr. ákvæði í sömu grein skipulagsreglna.
  2. Tillaga um að fela kjörnefnd að gera tillögu að fullskipuðum framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi sem verður borin upp og afgreidd á fundi kjördæmisráðs sem hefst þann 20. október kl. 13:00 í Skjólbrekku við Mývatn.
  3. Önnur mál.

 

Annar fundur kjördæmisráðs hefst kl. 13:00 sunnudaginn 20. október nk. í Skjólbrekku, Mývatni þar sem röðun um efstu 5 sæti á framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi verður framkvæmd, með fyrirvara um samþykki fyrri fundar sama dag.

Dagskrá fundar kl. 13:00:

  1. Kosið um 1. – 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í röðun sbr. 55. gr. skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins og samræmdar reglur um röðun frá árinu 2018. Kosið er um eitt sæti í einu.
  2. Kaffihlé
  3. Tillaga kjörnefndar um 6. – 20. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi borin upp og afgreidd.
  4. Fullskipaður framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi staðfestur í heild sinni.
  5. Önnur mál

 

Fundargjald er 4.500 kr. Innifalið er súpuhlaðborð á Selhóteli, fundarkaffi og létt fundarkaffi um kl. 14:30 og fundargögn.*

Ekki posi á staðnum. Tekið við seðlum en einnig hægt að greiða fundargjaldið með því að leggja inn á 0133-26-014962, kt: 690169-7119 – Mikilvægt er að skrá kennitölu í skýringu og framvísa þarf kvittun útprentaðri eða rafrænni.

Frekari upplýsingar um fundina verða sendar/birtar síðar í vikunni, þar á meðal upplýsingar fyrir þá sem hyggjast gefa kost á sér á lista. Kjörnefnd hefur komið saman og kemur til með að annast framkvæmd röðunar, verði tillagan samþykkt. 

Virðingarfyllst,

Þórhallur Harðarson
formaður kjördæmisráðs

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri | Geislagötu 5 | Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson | XD-AK | XD-Norðaustur