Flýtilyklar
Allar fréttir
Jens Garðar Helgason kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins
Fréttir|
02.03.2025 |
Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur verið kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hafði betur í varaformannsbaráttu við Diljá Mist Einarsdóttur.
Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins fyrst kvenna
Fréttir|
02.03.2025 |
Guðrún Hafsteinsdóttir hefur verið kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins, fyrst kvenna. Hún hafði betur í spennandi formannsbaráttu við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.
45. landsfundur Sjálfstæðisflokksins um helgina
Fréttir|
26.02.2025 |
45. landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í Laugardalshöll um helgina. Landsfundur fer með æðsta vald í málefnum flokksins og þar er stefna hans mótuð. Hann er stærsta stjórnmálasamkoma á Íslandi og störf hans hafa mikil áhrif, bæði inn í stjórnmálin en einnig út á við til þjóðarinnar.
Stillum saman strengi fyrir landsfund
Fréttir|
20.02.2025 |
Sjálfstæðisfélögin á Akureyri bjóða þér að taka þátt í málefnastarfi fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður í lok mánaðarins. Markmið viðburðarins er að koma áherslum okkar svæðis á framfæri í ályktunum flokksins. Fundurinn er opinn öllum. Mætum og höfum áhrif! Hittumst í Geislagötu 5 þriðjudaginn 25. febrúar kl. 19-21. Boðið verður upp á veitingar og góða stemmingu.
Aðalfundur kjördæmisráðs haldinn á Húsavík - Þórhallur endurkjörinn formaður
Fréttir|
16.02.2025 |
Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi var haldinn í Golfskálanum á Húsavík 15. febrúar sl. Þórhallur Harðarson var endurkjörinn formaður kjördæmisráðs. Á fundinum var samþykkt lagabreytingatillaga stjórnar, til samræmis við breytingar á skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins, um seturétt allra sveitarstjórnarmanna og fyrrum þingmanna í kjördæmisráði, og fækkun varastjórnarmanna úr 15 í 8.
Bæjarmálafundur 17. febrúar
Fréttir|
16.02.2025 |
Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 mánudaginn 17. febrúar kl. 17:30 í Geislagötu 5, 2. hæð. Rætt um stöðuna í bæjarmálunum; helstu mál á dagskrá bæjarstjórnarfundar og landsfund Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður um mánaðarmótin. Allir velkomnir - heitt á könnunni.
Áslaug Arna og Guðrún halda fundi á Akureyri
Fréttir|
11.02.2025 |
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir hafa gefið kost á sér til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Þær munu báðar halda fundi hér á Akureyri föstudaginn 14. febrúar nk. Guðrún heldur fund á Hótel KEA kl. 12:00 en Áslaug Arna verður með fund í Messanum í Drift EA kl. 17:30.