Allar fréttir

Jens Garðar Helgason kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins

Jens Garðar Helgason kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins

Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur verið kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hafði betur í varaformannsbaráttu við Diljá Mist Einarsdóttur.

Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins fyrst kvenna

Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins fyrst kvenna

Guðrún Hafsteinsdóttir hefur verið kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins, fyrst kvenna. Hún hafði betur í spennandi formannsbaráttu við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.

45. landsfundur Sjálfstæðisflokksins um helgina

45. landsfundur Sjálfstæðisflokksins um helgina

45. landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í Laugardalshöll um helgina. Landsfundur fer með æðsta vald í málefnum flokksins og þar er stefna hans mótuð. Hann er stærsta stjórnmálasamkoma á Íslandi og störf hans hafa mikil áhrif, bæði inn í stjórnmálin en einnig út á við til þjóðarinnar.

Stillum saman strengi fyrir landsfund

Stillum saman strengi fyrir landsfund

Sjálfstæðisfélögin á Akureyri bjóða þér að taka þátt í málefnastarfi fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður í lok mánaðarins. Markmið viðburðarins er að koma áherslum okkar svæðis á framfæri í ályktunum flokksins. Fundurinn er opinn öllum. Mætum og höfum áhrif! Hittumst í Geislagötu 5 þriðjudaginn 25. febrúar kl. 19-21. Boðið verður upp á veitingar og góða stemmingu.

Myndir: Þórhallur Jónsson

Aðalfundur kjördæmisráðs haldinn á Húsavík - Þórhallur endurkjörinn formaður

Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi var haldinn í Golfskálanum á Húsavík 15. febrúar sl. Þórhallur Harðarson var endurkjörinn formaður kjördæmisráðs. Á fundinum var samþykkt lagabreytingatillaga stjórnar, til samræmis við breytingar á skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins, um seturétt allra sveitarstjórnarmanna og fyrrum þingmanna í kjördæmisráði, og fækkun varastjórnarmanna úr 15 í 8.

Bæjarmálafundur 17. febrúar

Bæjarmálafundur 17. febrúar

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 mánudaginn 17. febrúar kl. 17:30 í Geislagötu 5, 2. hæð. Rætt um stöðuna í bæjarmálunum; helstu mál á dagskrá bæjarstjórnarfundar og landsfund Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður um mánaðarmótin. Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Áslaug Arna og Guðrún halda fundi á Akureyri

Áslaug Arna og Guðrún halda fundi á Akureyri

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir hafa gefið kost á sér til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Þær munu báðar halda fundi hér á Akureyri föstudaginn 14. febrúar nk. Guðrún heldur fund á Hótel KEA kl. 12:00 en Áslaug Arna verður með fund í Messanum í Drift EA kl. 17:30.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  | Aðsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook