Allar fréttir

Val á landsfundarfulltrúum á Akureyri

Val á landsfundarfulltrúum á Akureyri

Fulltrúaráðið og sjálfstæðisfélögin á Akureyri hafa ákveðið að boða til félagsfundar í febrúar eftir alla aðalfundi til að velja fulltrúa sína á landsfund Sjálfstæðisflokksins sem fer fram þann 28. feb. -2. mars. Þá verður komið í ljós hverjir eru sjálfskipaðir og hverjir hafa óskað eftir sæti í gegnum rafræna gátt Valhallar. Fundurinn verður auglýstur síðar.

Gerður endurkjörin formaður Varnar

Gerður endurkjörin formaður Varnar

Aðalfundur Varnar, félags sjálfstæðiskvenna á Akureyri, var haldinn í Geislagötu 5 23. janúar sl. Gerður Ringsted var endurkjörin formaður Varnar. Hún hefur gegnt formennsku frá haustinu 2023.

Ný stjórn kjörin á aðalfundi Varðar

Ný stjórn kjörin á aðalfundi Varðar

Aðalfundur Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, var haldinn í Geislagötu 5 20. janúar sl. Ísak Svavarsson var kjörinn formaður í stað Telmu Óskar Þórhallsdóttur sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri 6. febrúar

Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri 6. febrúar

Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 6. febrúar kl. 20:00 að Geislagötu 5. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og umræða um landsfundinn og aðalfund kjördæmisráðs 15. febrúar nk. Seturétt á fundinum hafa þeir sem til þess hafa hlotið kjör á aðalfundum sjálfstæðisfélaganna á Akureyri.

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Akureyrar 29. janúar

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Akureyrar 29. janúar

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Akureyrar verður haldinn í húsnæði flokksins Geislagötu 5, 2 hæð, gengið inn að norðan, miðvikudaginn 29. janúar kl. 20:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og umræða um landsfund Sjálfstæðisflokksins. Sérstakur gestur fundarins verður Njáll Trausti Friðbjörnsson, alþingismaður.

Aðalfundur Málfundafélagsins Sleipnis 29. janúar

Aðalfundur Málfundafélagsins Sleipnis 29. janúar

Aðalfundur Málfundafélagsins Sleipnis verður haldinn í Geislagötu 5, 2. hæð (gengið inn að norðan) miðvikudaginn 29. janúar kl. 18:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, skv. lögum félagsins og umræða um landsfund Sjálfstæðisflokksins.

Bæjarmálafundur 20. janúar

Bæjarmálafundur 20. janúar

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 mánudaginn 20. janúar kl. 17:30 í Geislagötu 5, 2. hæð. Rætt um stöðuna í bæjarmálunum; helstu mál á dagskrá bæjarstjórnarfundar og einnig um landsfund Sjálfstæðisflokksins um mánaðarmótin febrúar-mars. Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  | Aðsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook