Kristinn Karl Brynjarsson (3. sæti)

Ég heiti Kristinn Karl Brynjarsson og ég býð mig fram í 3. sæti í röðun á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.  Ég er 58 ára og starfa sem vélamaður hjá Terra Austurland á Reyðarfirði, þar sem ég bý.

Ég hef undanfarin 15 ár verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins.  Sat nokkur ár í stjórnum hverfafélaga í Reykjavík og í fulltrúaráðinu þar.  Eftir að ég flutti á Reyðarfjörð árið 2020 hef ég verið virkur í starfinu hér. Er í stjórn Sjálfstæðisfélags Reyðarfjarðar og sit í fulltrúaráði Fjarðabyggðar. 

Ég var varaformaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins frá 2014 til 2022, þangað til ég tók þar við sem formaður. Ég hef setið í flokksráði sem fulltrúi Verkalýðsráðs þann tíma sem ég verið þar og sit í miðstjórn sem formaður landssamtaka.

Ég vil setja samgöngu og orkumál á oddinn, ásamt því að stuðla að betri aðgengi að heilbrigðiskerfinu.  Jafnframt vil ég stuðla að aukinni verðmætasköpun og að samfélagi þar sem að einstaklingurinn fær að blómstra á eigin forsendum. Samfélaginu öllu til heilla.

Ég býð mig fram því ég trúi því, að með okkar góðu sjálfstæðisstefnu að leiðarljósi getum við öll gert okkar ágæta kjördæmi og um leið landið okkar, að enn betri stað til þess að búa á.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  | Aðsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook