Berglind Ósk Guðmundsdóttir (2. sæti)

Kæru vinir. Ég býð áfram fram krafta mína í 2. sæti á lista okkar Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi.

Ég trúi því að Ísland sé á allan hátt frábært land til að búa í. Sem þingmaður ykkar hef ég átt ótalmörg frábær samtöl á ferðalögum mínum um landið. Þar hef ég fundið þann gríðarlega kraft sem í þessu kjördæmi og hjá landsmönnum býr. 

Saman verðum við að tryggja að unga fólkinu okkar líði vel og því séu tryggð jöfn tækifæri í menntakerfinu. Ég er þeirrar skoðunar að svigrúm sé til þess að bæta það verulega. 

Heilbrigðisþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins verður jafnframt að efla svo raunverulega sé hægt að tala um valfrelsi hvað varðar búsetu. 

Mikilvægt er að efla, og að staðinn sé vörður, um þá gríðarlegu verðmætasköpun sem til verður innan kjördæmisins okkar. Grunnurinn að því verður lagður með því að við höldum áfram að byggja undir frekari verðmætasköpun. 

Þessum markmiðum náum við eingöngu með því að einfalda regluverk, draga úr óþarfa ríkisafskiptum og styðja við einstaklingsframtakið. 

Ég hlakka svo sannarlega til baráttunnar sem framundan er og óska eftir ykkar stuðningi!

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  | Aðsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook