Berglind Harpa Svavarsdóttir (2. sæti)

Berglind Harpa Svavarsdóttir heiti ég, er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og formaður Byggðaráðs Múlaþings. Einnig sinni ég formennsku í Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi ásamt því að hafa stigið sex sinnum á Alþingi sem varaþingmaður frá síðustu Alþingiskosningum.

Á mínum pólitíska vettvangi hef ég byggt upp víðtæka reynslu og sækist nú eftir stuðningi í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningarnar.

Mitt höfuðmarkmið er að vera sterk rödd okkar kjördæmis með góðum samskiptum við bæði kjósendur, sveitarstjórnir og atvinnulífið í heild sinni.

Mikilvægt er að koma krafti í uppbyggingu samgangna í okkar kjördæmi sem setið hefur á hakanum þrátt fyrir áherslu kjósenda. Stuðla verður áfram að lækkun verðbólgu, einföldun á regluverki í stjórnsýslunni, raforkuöryggi með aukinni orkuframleiðslu og áherslu á jafnara raforkuverð milli þéttbýlis og dreifbýlis.

Framkvæmd greiningar á efnahagsumsvifum Norðausturkjördæmis ætti að framkvæma með sama hætti og Samband sveitarfélaga á Austurlandi gerði. Niðurstöður Analytica sýna þar að um fjórðungur af vöruútflutningstekjum landsins kemur frá Austurlandi, um 240 milljarðar frá aðeins 2,9% íbúa þessa lands.

Heildarniðurstöður greiningu á efnahagsumsvifum Norðausturkjördæmis munu sýna mikilvægi kjördæmisins varðandi öflugt atvinnulíf og verðmætasköpun sem er lykilforsenda hvers samfélags og grunnur að því að ríkissjóður geti staðið undir velferðarkerfi okkar með myndarlegum hætti. 

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  | Aðsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook