Almar Marinósson (3. sæti)

Ég heiti Almar Marinósson og er 43 ára Langnesingur og sækist eftir þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. 

Ég er giftur Sveinbjörgu Evu, kennara, og saman eigum við 6 ára dóttur. Ég er fæddur og uppalinn á Þórshöfn og hef tekist á við háskólanám í kennslufræðum og menntaður sem lögreglumaður.

Í starfi Sjálfstæðisflokksins hefur mér verið treyst fyrir formennsku í Sjálfstæðisfélagi Þórshafnar nú um nokkur skeið. Ég sit í stjórn kjördæmisráðs og búinn að gera í um 8 ár og þekki innra starfið mjög vel og þar kynnst mörgum af mínum bestu vinum og kunningjum. Þá var ég kjörinn til setu í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins fyrr á þessu ári. 

Ég hef verið svo heppinn að fá að takast á við margs konar atvinnu og aðstæður, og kynnst fjölbreyttum kimum samfélagsins þar með. Ég kenndi í Grunnskóla Þórshafnar í um 7 ár. Þar áður yfir daglegum rekstri Langaneshafna og lögreglumaður. Hef verið við uppsjávarveiðar og róið einn og með öðrum í krókaaflamarki, grásleppu og strandveiðum í um 10 ár með hléum. Í mars á þessu ári tók ég til starfa sem Umhverfisfulltrúi Langanesbyggðar. 

Ég mun leggja þung lóð á vogarskálarnar í kosningabaráttunni og í störfum flokksins, verði mér treyst til þess.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri | Geislagötu 5 | Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson | XD-AK | XD-Norðaustur