Kćru samflokksmenn og konur
Ég heiti Telma Ósk Ţórhallsdóttir og ég sćkist eftir 3.-5. sćti á lista Sjálfstćđisflokksins í Norđausturkjördćmi. Ég er 19 ára og frá Akureyri, ţar ég hef búiđ undanfarin 10 ár ásamt fjölskyldu minni en fyrir ţađ var ég búsett á Egilsstöđum.
Ég er í öđru ári í tölvunarfrćđi viđ Háskólann í Reykjavík og sit ţar sem ritari í /sys/tra, hagsmunafélagi kvenna og kvára, og í stúdentaráđi NeuroTechEU. Áđur var ég virk í félagslífinu í Menntaskólanum á Akureyri ţar sem ég var markađsstýra Hugins og ritari málfundarfélagsins.
Ţrátt fyrir ungan aldur hef ég reynslu af stjórnsýslu. Ég sat í Ungmennaráđi Akureyrarbćjar á árunum 2019-2024, og var áheyrnarfulltrúi ţeirra í frćđslu- og lýđheilsuráđi. Ţar lagđi ég fram tillögur til bćjarstjórnar, skrifađi greinar og skipulagđi viđburđi. Ţá hef ég sinnt erlendum verkefnum, til dćmis tekiđ ţátt í Nordic Baltic Youth Summit og European Student Assembly ţar sem ég lagđi fram tillögur sem verđa lagđar fyrir Evrópuţingiđ.
Innan flokksins hef ég veriđ virkur ţátttakandi, međal annars sem ritari, varaformađur og nú formađur Varđar og ritari í fulltrúaráđi sjálfstćđisfélaganna á Akureyri. Ég brenn fyrir málefnum barna og ungmenna, nútímavćđingu samfélagsins, samgöngumál í kjördćminu og ţróun menntakerfisins og bćtingu heilbrigđiskerfisins.